Sprotar eða töfrasprotar Davíð Stefánsson skrifar 18. apríl 2009 06:00 Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna. Það er því ekki aðeins af umhverfisástæðum sem VG vill ekki fara álveraleiðina. Eins og kom fram í heimildarmyndinni Draumalandinu olli Kárahnjúkavirkjun svo miklum hita í hagkerfinu að hækka þurfti vexti upp úr öllu valdi til að kæla aðra hluta kerfisins. Ef fjölbreytni á að stýra endurmótun hins Nýja Íslands gerist það ekki með þessum hætti – stórar töfralausnir beinlínis hamla fjölbreytninni. Nú þegar íslenskt efnahagslíf riðar og hristist er glapræði að setja af stað risastórar framkvæmdir á borð við byggingu álvers. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvaðan orkan fyrir Helguvík á að koma, en það er sjálfsagt smámál sem flutningsmenn ætla að leysa eftir á, þegar of seint verður að bakka út. Stærsta óréttlætið í þessu samhengi er að samningarnir fyrir Helguvík byggja á tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Það fer nærri að við seljum orkuna okkar undir kostnaðarverði, helmingi lægra verði en í Brasilíu. Teljast það góðir viðskiptahættir? Spyr sá sem ekki veit. Ég er ekki orkusérfræðingur eða viðskiptafræðingur. Ég er bókmenntafræðingur. Því lít ég á menningu sem verðmæti, bæði huglæg og efnisleg. Ég veit að góð skáldsaga skapar afleidd störf hjá bókaforlagi, ritstjóra, prófarkalesara, grafískum hönnuði, umbrotsmanni, pappírsframleiðanda, blekframleiðanda, prentara, plastara, dreifingaraðila, bókabúðum, bókagagnrýnanda og bókasöfnum. Þetta er aldrei talað um, því að í umræðunni virðast afleidd störf aðeins stafa af stórframkvæmdum. Á sama tíma veit ég að góð skáldsaga örvar hugarflugið, veitir lesandanum frí frá amstri dagsins og víkkar út sjóndeildarhring hans – almenn vellíðan hans eykst og að sama skapi eykst virði hans inn í samfélagið og hagkerfið. Á sjónvarpsfundi RÚV á NASA náði Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, að kynna stuttlega hugmyndir um tónlistarhátíðir út um allt land. Hún óskaði eftir 30 milljónum, smáaurum sem sagt. Hún er líklega undir áhrifum frá Finnlandi, en þar notuðu Finnar menninguna markvisst til að byggja upp eftir kreppuna. Við þurfum fleiri slíkar hugmyndir sem eru umhverfisvænar, menningarlegar og sjálfbærar. Við þurfum nauðsynlega þá fjölmörgu sprota sem liggja í eigin skapandi hugsun. En við þurfum ekki fleiri töfrasprota á borð við Kárahnjúka, Fjarðaál, Helguvík og Bakka. Íslensk hugsun er einfaldlega miklu stærri en stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna. Það er því ekki aðeins af umhverfisástæðum sem VG vill ekki fara álveraleiðina. Eins og kom fram í heimildarmyndinni Draumalandinu olli Kárahnjúkavirkjun svo miklum hita í hagkerfinu að hækka þurfti vexti upp úr öllu valdi til að kæla aðra hluta kerfisins. Ef fjölbreytni á að stýra endurmótun hins Nýja Íslands gerist það ekki með þessum hætti – stórar töfralausnir beinlínis hamla fjölbreytninni. Nú þegar íslenskt efnahagslíf riðar og hristist er glapræði að setja af stað risastórar framkvæmdir á borð við byggingu álvers. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvaðan orkan fyrir Helguvík á að koma, en það er sjálfsagt smámál sem flutningsmenn ætla að leysa eftir á, þegar of seint verður að bakka út. Stærsta óréttlætið í þessu samhengi er að samningarnir fyrir Helguvík byggja á tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Það fer nærri að við seljum orkuna okkar undir kostnaðarverði, helmingi lægra verði en í Brasilíu. Teljast það góðir viðskiptahættir? Spyr sá sem ekki veit. Ég er ekki orkusérfræðingur eða viðskiptafræðingur. Ég er bókmenntafræðingur. Því lít ég á menningu sem verðmæti, bæði huglæg og efnisleg. Ég veit að góð skáldsaga skapar afleidd störf hjá bókaforlagi, ritstjóra, prófarkalesara, grafískum hönnuði, umbrotsmanni, pappírsframleiðanda, blekframleiðanda, prentara, plastara, dreifingaraðila, bókabúðum, bókagagnrýnanda og bókasöfnum. Þetta er aldrei talað um, því að í umræðunni virðast afleidd störf aðeins stafa af stórframkvæmdum. Á sama tíma veit ég að góð skáldsaga örvar hugarflugið, veitir lesandanum frí frá amstri dagsins og víkkar út sjóndeildarhring hans – almenn vellíðan hans eykst og að sama skapi eykst virði hans inn í samfélagið og hagkerfið. Á sjónvarpsfundi RÚV á NASA náði Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, að kynna stuttlega hugmyndir um tónlistarhátíðir út um allt land. Hún óskaði eftir 30 milljónum, smáaurum sem sagt. Hún er líklega undir áhrifum frá Finnlandi, en þar notuðu Finnar menninguna markvisst til að byggja upp eftir kreppuna. Við þurfum fleiri slíkar hugmyndir sem eru umhverfisvænar, menningarlegar og sjálfbærar. Við þurfum nauðsynlega þá fjölmörgu sprota sem liggja í eigin skapandi hugsun. En við þurfum ekki fleiri töfrasprota á borð við Kárahnjúka, Fjarðaál, Helguvík og Bakka. Íslensk hugsun er einfaldlega miklu stærri en stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar