Innlent

Eldur í ruslagámi við Hótel Borg

Eldur kom upp í ruslagámi í porti við hlið Hótel Borgar við Austurvöll nú í kvöld. Slökkvibíll mætti á svæðið og er búinn að slökkva eldinn. Einnig mætti lögreglan á svæðið en um sama port er að ræða og mótmælendur söfnuðust saman í þegar þeir mótmæltu Kryddsíld Stöðvar 2 á Gamlársdag.

Þá sauð upp úr í portinu sem endaði með því að kveikt var í köplum og rjúfa þurfti útsendingu Stöðvar 2 á Kryddsíldinni.

Ekki er vitað hvort kveikt var í gámnum en bruninn var minniháttar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×