Viðskipti innlent

Stofnfjáreigandalistinn væntanlegur síðar í dag

Valur Grettisson skrifar
Byr.
Byr.

Listi stofnfjáreiganda var tekinn út af vefsvæði Byrs til þess að uppfæra hann. Tilefnið er það að á föstudaginn var það fært til bókar að eignarhaldsfélagið Reykjavík Invest hefði keypt 2,6 prósentu stofnfjárhlut í Byr af skilanefnd Landsbankans.

Skilanefndin dró viðskiptin til baka í gærkvöldi eftir að fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því að Lárus Finnbogason, formaður skilanefndarinnar, hafði selt hlutinn til félagsins og væri að auki endurskoðandi þess.

Samkvæmt upplýsingum frá Byr þá er listinn væntanlegur bráðlega inn á vefinn, uppfærður, en það var í gærkvöldi sem óskað var eftir því af hálfu skilanefndarinnar að slíkt yrði gert.

Vísir sagði frá því fyrr í morgun að Fjármálaeftirlitið væri að kanna viðskipti skilanefndarinnar við félagið Reykjavík Invest.


Tengdar fréttir

Vilja stýra Byr

Hópur stofnfjáreigenda og annarra velunnara Byrs sparisjóðs hefur ákveðið að bjóða sig til forystustarfa í sparisjóðnum á aðalfundi hans þann 13. maí. Í hópnum er meðal annars Hörður Arnarson, fyrrverandi forstjóri Marels.

Fjármálaeftirlitið kannar stofnfjársölu Landsbankans

„Það er verið að láta kanna þetta," segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um fyrirhugaða sölu á stofnfjárbréfum Byr til eignarhaldsfélagsins Reykjavík Invest sem fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá í gær.

Segjast ekki hafa komið nálægt tilraun til stofnfjárkaupa

„Við komum ekkert að þessari sölu," segir Rakel Gylfadóttir sem býður sig fram ásamt Arnari Bjarnasyni í stjórn Byrs. Arnar á eignarhaldsfélagið Reykjavík Invest sem hugðist kaupa stofnfjárbréf af skilanefndar Landsbankans en formaður nefndarinnar, Lárus Finnbogason, hugðist hafa milligöngu um það.

Segja söluna á BYR-hlutnum aldrei hafa átt sér stað

Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynning vegna fréttar Stöðvar 2 frá því fyrr í kvöld um sölu bankans á 2,6% stofnfjárhlut í BYR. Þar segir að sala þessi hafi verið háð samþykki Skilanefndarinnar. Afstaða Skilanefndar hafi hinsvegar ekki legið fyrir þegar tilkynningin var send Byr sparisjóði. Skilanefnd Landsbankans hafi tekið málið fyrir og salan hafi ekki hlotið samþykki nefndarinnar.

Listi yfir stofnfjáreigendur Byr hverfur

Listi yfir stofnfjáreigendur Byrs var fjarlægður af heimasíðu Byrs í morgun en þar kom fram að Reykjavík Invest ætti 2,6 prósent hlut í bankanum þrátt fyrir tilkynningu skilanefndar Landsbankans í gær um að viðskiptin hefðu ekki átt sér stað.

FME skoði sölu Landsbankans á BYR-hlut

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í kvöld að ef einhver misbrestur væri á sölu Landsbankans á 2,6% hlut í BYR hljóti það að vera eitthvað sem Fjármálaeftirlitið muni skoða. Fréttastofa sagði frá því fyrr í kvöld að bankinn hefði selt umræddan hlut til félags sem heitir Reykjavík Invest. Formaður skilanefndar Landabankans, Lárus Finnbogason, er endurskoðandi félagsins. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið né hvernig hluturinn var fjármagnaður í samtali við fréttastofu.

Segja sölu Landsbankans á hlut í BYR spillingu

Skilanefnd Landsbankans seldi 2,6% hlut í Byr til lítils fjárfestingafélags rúmri viku fyrir aðalfund. Endurskoðandi félagsins er formaður skilanefndarinnar. Salan lyktar af atkvæðasmölun og spillingu segja stofnfjáreigendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×