Innlent

Stakk með hnífi í andlit

Maður um tvítugt hefur verið ákærður af Ríkis­sak­sóknara fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Maðurinn veittist með hnífi að öðrum manni að morgni nýársdags 2009. Hann stakk fórnar­lambið í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut skurðsár á milli nasanna. Þá stakk árásarmaðurinn hinn einnig í bakið. Af því hnífslagi hlaut fórnarlambið skurð við vinstra herðablaðið.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað við verslunina 10-11 við Lágmúla í Reykjavík.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×