Niðurskurður í grunnskólum Reykjavíkur 21. desember 2009 21:03 Reykjavíkurborg hefur nú lokið starfs- og fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár. Menntasviði, sem rekur grunnskóla borgarinnar, var gert að hagræða um 4.1%. Mun meiri hagræðingarkrafa, eða 9% er gerð á miðlæga stjórnsýslu og önnur svið borgarinnar sem annast ýmis konar framkvæmdir, skipulag og umhverfismál. Sparnaður menntasviðs er samt sem áður umtalsverður eða 775 milljónir. Samfok, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, harma niðurskurð í menntakerfinu. Grunnskólinn gegnir veigamiklu og lögbundnu hlutverki í lífi hvers barns og hefur mikil áhrif á framtíðarmöguleika. Foreldrar eru margir hverjir áhyggjufullir vegna niðurskurðar í grunnskólum. Hvaða áhrif mun þetta hafa á skólastarfið? Mun kennslumagnið skerðast? Verður minni gæsla í frímínútum? Hvað með mötuneyti barnanna? Verður dregið úr stuðningi og sérkennslu? Áhyggjur foreldra eru eðlilegar við þessar kringumstæður. Það er hlutverk þeirra að hugsa fyrst og fremst um velferð barna sinna. Ákveðið hefur verið að ekki verður skerðing á almennri kennslu, sérkennslu eða nýbúakennslu miðað við árið 2009. Skólarnir búa við ákveðið sjálfstæði og geta því sjálfir ákveðið, upp að vissu marki, hvaða leiðir þeir fara í hagræðingunni. Samfok leggur mikla áherslu á aukna samvinnu við foreldra um samþætt og fjölbreytt nám. Foreldrum er ætlað að hafa áhrif á skólastarfið og þar af leiðandi á hvaða leiðir verða farnar í hagræðingunni. Menntaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í maí sl. að beina því til skólastjóra að hafa ávallt samráð við skólaráð í hverjum skóla um gerð árlegrar starfsáætlunar og rekstaráætlunar. Skólaráð eru samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Í hverju skólaráði eru tveir fulltrúar foreldra en hlutverk þeirra er að hlusta eftir sjónarmiðum foreldra og bera þau áfram inní skólaráðin. Fjallað er um skólaráðin í grunnskólalögum en þar segir: ,,Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda." Samfok hvetur foreldra til að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska. Það er mikilvægt að skólaráð fundi reglulega, t.d. einu sinni í mánuði, og setji síðan fundargerðir á vefsíðu skólanna. Samfok hvetur foreldra til að fylgjast með hvaða leiðir eru farnar í skólum barnanna og kalla eftir þeim upplýsingum ef þær eru ekki fyrir hendi. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og er ætlað að hafa áhrif samkvæmt grunnskólalögum og menntastefnu Reykjavíkurborgar. Íhlutun foreldra á skólastarf eykur vellíðan barnanna, bætir námsárangur og hefur auk þess gríðarmikið forvarnargildi. Höfundar: Hildur Björg Hafstein, formaður Samfok Guðrún Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfok Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú lokið starfs- og fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár. Menntasviði, sem rekur grunnskóla borgarinnar, var gert að hagræða um 4.1%. Mun meiri hagræðingarkrafa, eða 9% er gerð á miðlæga stjórnsýslu og önnur svið borgarinnar sem annast ýmis konar framkvæmdir, skipulag og umhverfismál. Sparnaður menntasviðs er samt sem áður umtalsverður eða 775 milljónir. Samfok, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, harma niðurskurð í menntakerfinu. Grunnskólinn gegnir veigamiklu og lögbundnu hlutverki í lífi hvers barns og hefur mikil áhrif á framtíðarmöguleika. Foreldrar eru margir hverjir áhyggjufullir vegna niðurskurðar í grunnskólum. Hvaða áhrif mun þetta hafa á skólastarfið? Mun kennslumagnið skerðast? Verður minni gæsla í frímínútum? Hvað með mötuneyti barnanna? Verður dregið úr stuðningi og sérkennslu? Áhyggjur foreldra eru eðlilegar við þessar kringumstæður. Það er hlutverk þeirra að hugsa fyrst og fremst um velferð barna sinna. Ákveðið hefur verið að ekki verður skerðing á almennri kennslu, sérkennslu eða nýbúakennslu miðað við árið 2009. Skólarnir búa við ákveðið sjálfstæði og geta því sjálfir ákveðið, upp að vissu marki, hvaða leiðir þeir fara í hagræðingunni. Samfok leggur mikla áherslu á aukna samvinnu við foreldra um samþætt og fjölbreytt nám. Foreldrum er ætlað að hafa áhrif á skólastarfið og þar af leiðandi á hvaða leiðir verða farnar í hagræðingunni. Menntaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í maí sl. að beina því til skólastjóra að hafa ávallt samráð við skólaráð í hverjum skóla um gerð árlegrar starfsáætlunar og rekstaráætlunar. Skólaráð eru samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Í hverju skólaráði eru tveir fulltrúar foreldra en hlutverk þeirra er að hlusta eftir sjónarmiðum foreldra og bera þau áfram inní skólaráðin. Fjallað er um skólaráðin í grunnskólalögum en þar segir: ,,Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda." Samfok hvetur foreldra til að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska. Það er mikilvægt að skólaráð fundi reglulega, t.d. einu sinni í mánuði, og setji síðan fundargerðir á vefsíðu skólanna. Samfok hvetur foreldra til að fylgjast með hvaða leiðir eru farnar í skólum barnanna og kalla eftir þeim upplýsingum ef þær eru ekki fyrir hendi. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og er ætlað að hafa áhrif samkvæmt grunnskólalögum og menntastefnu Reykjavíkurborgar. Íhlutun foreldra á skólastarf eykur vellíðan barnanna, bætir námsárangur og hefur auk þess gríðarmikið forvarnargildi. Höfundar: Hildur Björg Hafstein, formaður Samfok Guðrún Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfok
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar