Niðurskurður í grunnskólum Reykjavíkur 21. desember 2009 21:03 Reykjavíkurborg hefur nú lokið starfs- og fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár. Menntasviði, sem rekur grunnskóla borgarinnar, var gert að hagræða um 4.1%. Mun meiri hagræðingarkrafa, eða 9% er gerð á miðlæga stjórnsýslu og önnur svið borgarinnar sem annast ýmis konar framkvæmdir, skipulag og umhverfismál. Sparnaður menntasviðs er samt sem áður umtalsverður eða 775 milljónir. Samfok, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, harma niðurskurð í menntakerfinu. Grunnskólinn gegnir veigamiklu og lögbundnu hlutverki í lífi hvers barns og hefur mikil áhrif á framtíðarmöguleika. Foreldrar eru margir hverjir áhyggjufullir vegna niðurskurðar í grunnskólum. Hvaða áhrif mun þetta hafa á skólastarfið? Mun kennslumagnið skerðast? Verður minni gæsla í frímínútum? Hvað með mötuneyti barnanna? Verður dregið úr stuðningi og sérkennslu? Áhyggjur foreldra eru eðlilegar við þessar kringumstæður. Það er hlutverk þeirra að hugsa fyrst og fremst um velferð barna sinna. Ákveðið hefur verið að ekki verður skerðing á almennri kennslu, sérkennslu eða nýbúakennslu miðað við árið 2009. Skólarnir búa við ákveðið sjálfstæði og geta því sjálfir ákveðið, upp að vissu marki, hvaða leiðir þeir fara í hagræðingunni. Samfok leggur mikla áherslu á aukna samvinnu við foreldra um samþætt og fjölbreytt nám. Foreldrum er ætlað að hafa áhrif á skólastarfið og þar af leiðandi á hvaða leiðir verða farnar í hagræðingunni. Menntaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í maí sl. að beina því til skólastjóra að hafa ávallt samráð við skólaráð í hverjum skóla um gerð árlegrar starfsáætlunar og rekstaráætlunar. Skólaráð eru samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Í hverju skólaráði eru tveir fulltrúar foreldra en hlutverk þeirra er að hlusta eftir sjónarmiðum foreldra og bera þau áfram inní skólaráðin. Fjallað er um skólaráðin í grunnskólalögum en þar segir: ,,Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda." Samfok hvetur foreldra til að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska. Það er mikilvægt að skólaráð fundi reglulega, t.d. einu sinni í mánuði, og setji síðan fundargerðir á vefsíðu skólanna. Samfok hvetur foreldra til að fylgjast með hvaða leiðir eru farnar í skólum barnanna og kalla eftir þeim upplýsingum ef þær eru ekki fyrir hendi. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og er ætlað að hafa áhrif samkvæmt grunnskólalögum og menntastefnu Reykjavíkurborgar. Íhlutun foreldra á skólastarf eykur vellíðan barnanna, bætir námsárangur og hefur auk þess gríðarmikið forvarnargildi. Höfundar: Hildur Björg Hafstein, formaður Samfok Guðrún Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfok Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú lokið starfs- og fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár. Menntasviði, sem rekur grunnskóla borgarinnar, var gert að hagræða um 4.1%. Mun meiri hagræðingarkrafa, eða 9% er gerð á miðlæga stjórnsýslu og önnur svið borgarinnar sem annast ýmis konar framkvæmdir, skipulag og umhverfismál. Sparnaður menntasviðs er samt sem áður umtalsverður eða 775 milljónir. Samfok, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, harma niðurskurð í menntakerfinu. Grunnskólinn gegnir veigamiklu og lögbundnu hlutverki í lífi hvers barns og hefur mikil áhrif á framtíðarmöguleika. Foreldrar eru margir hverjir áhyggjufullir vegna niðurskurðar í grunnskólum. Hvaða áhrif mun þetta hafa á skólastarfið? Mun kennslumagnið skerðast? Verður minni gæsla í frímínútum? Hvað með mötuneyti barnanna? Verður dregið úr stuðningi og sérkennslu? Áhyggjur foreldra eru eðlilegar við þessar kringumstæður. Það er hlutverk þeirra að hugsa fyrst og fremst um velferð barna sinna. Ákveðið hefur verið að ekki verður skerðing á almennri kennslu, sérkennslu eða nýbúakennslu miðað við árið 2009. Skólarnir búa við ákveðið sjálfstæði og geta því sjálfir ákveðið, upp að vissu marki, hvaða leiðir þeir fara í hagræðingunni. Samfok leggur mikla áherslu á aukna samvinnu við foreldra um samþætt og fjölbreytt nám. Foreldrum er ætlað að hafa áhrif á skólastarfið og þar af leiðandi á hvaða leiðir verða farnar í hagræðingunni. Menntaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í maí sl. að beina því til skólastjóra að hafa ávallt samráð við skólaráð í hverjum skóla um gerð árlegrar starfsáætlunar og rekstaráætlunar. Skólaráð eru samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Í hverju skólaráði eru tveir fulltrúar foreldra en hlutverk þeirra er að hlusta eftir sjónarmiðum foreldra og bera þau áfram inní skólaráðin. Fjallað er um skólaráðin í grunnskólalögum en þar segir: ,,Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda." Samfok hvetur foreldra til að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska. Það er mikilvægt að skólaráð fundi reglulega, t.d. einu sinni í mánuði, og setji síðan fundargerðir á vefsíðu skólanna. Samfok hvetur foreldra til að fylgjast með hvaða leiðir eru farnar í skólum barnanna og kalla eftir þeim upplýsingum ef þær eru ekki fyrir hendi. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og er ætlað að hafa áhrif samkvæmt grunnskólalögum og menntastefnu Reykjavíkurborgar. Íhlutun foreldra á skólastarf eykur vellíðan barnanna, bætir námsárangur og hefur auk þess gríðarmikið forvarnargildi. Höfundar: Hildur Björg Hafstein, formaður Samfok Guðrún Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfok
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun