Allt klárt fyrir Formúlu 1 í Abu Dhabi 21. október 2009 09:09 Mótshaldarar í Abu Dhabi fagna því að brautin er tilbúinn. Í baksýn glittir í tveggja sæta kappakstursbíla sem áhorfendur fá sprett í. mynd: kappakstur.is Mótshaldarar í Abu Dhabi segja allt tilbúið fyrir fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi um aðra helgi, en þeir segja líka að betra hefði verið að úrslitin í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 hefði ekki verið klár. En búið er að reisa dýrustu Formúlu 1 braut allra tíma í Abu Dhabi. "Ég hlakka til að sjá Jenson Button takast á við brautina í Abu Dhabi. Hann er búinn að innsigla titilinn og getur því ekið til sigurs og endað tímabilið með stæl", sagði Ross Brawn um lokamótið í Abu Dhabi. Hann vann tvo titla um síðustu helgi með nýju liði sínu og sest niður með Button næstu daga til að skoða samning fyrir næsta ár. Hvorugur aðili vildi semja fyrr en úrslitin í meistaramótinu lágu fyrir. Um 15.000 manns lögðu lokahönd á byggingu brautarinnar í Abu Dhabi sem notuð verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Þegar er búið að prufukeyra brautina með GP2 móti, en mótssvæðið er á sérbyggðu hafnarsvæði fyrir listisnekkjur. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað allar brautir síðustu ár og var engu til sparað. Ekkert keppnisliða hefur ekið brautina og standa því allir ökumenn jafnir að vígi fyrir mótið. Það nýmæli veður í Abu Dhabi að mótið hefst í dagsbritu en lýkur í rökkri og verður brautin þá flóðlýst og við sólsetur. Ætti því að verða mikið sjóarspil í sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sport. Ítarlega verður fjallað um brautargerðina í Rásmarkinu fimmtudaginn 29. október. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mótshaldarar í Abu Dhabi segja allt tilbúið fyrir fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi um aðra helgi, en þeir segja líka að betra hefði verið að úrslitin í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 hefði ekki verið klár. En búið er að reisa dýrustu Formúlu 1 braut allra tíma í Abu Dhabi. "Ég hlakka til að sjá Jenson Button takast á við brautina í Abu Dhabi. Hann er búinn að innsigla titilinn og getur því ekið til sigurs og endað tímabilið með stæl", sagði Ross Brawn um lokamótið í Abu Dhabi. Hann vann tvo titla um síðustu helgi með nýju liði sínu og sest niður með Button næstu daga til að skoða samning fyrir næsta ár. Hvorugur aðili vildi semja fyrr en úrslitin í meistaramótinu lágu fyrir. Um 15.000 manns lögðu lokahönd á byggingu brautarinnar í Abu Dhabi sem notuð verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Þegar er búið að prufukeyra brautina með GP2 móti, en mótssvæðið er á sérbyggðu hafnarsvæði fyrir listisnekkjur. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað allar brautir síðustu ár og var engu til sparað. Ekkert keppnisliða hefur ekið brautina og standa því allir ökumenn jafnir að vígi fyrir mótið. Það nýmæli veður í Abu Dhabi að mótið hefst í dagsbritu en lýkur í rökkri og verður brautin þá flóðlýst og við sólsetur. Ætti því að verða mikið sjóarspil í sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sport. Ítarlega verður fjallað um brautargerðina í Rásmarkinu fimmtudaginn 29. október. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira