Upphafið að Megan Fox 25. júní 2009 02:00 blessun eða bölvun Megan Fox hefur náð ótrúlegum vinsældum með kvikmyndunum tveim um Transformers. Spurningin er hins vegar hvort það sé líf hjá Fox eftir Optimus Prime? Nordic Photos/afp Þótt einhverjir efist um leiklistarhæfileika Megan Fox hefur hún svo sannarlega stimplað sig inn í kvikmyndabransann með kvikmyndunum um Optimus Prime og hina Transformers-karlana. Framhaldsmyndin Transformers: Revenge of the Fallen verður frumsýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar um helgina og ef hún er eitthvað í líkingu við fyrri myndina ætti hún að trekkja að hasaróð ungmenni sem þyrstir í sprengingar og tæknibrellur. Myndin tekur upp þráðinn þar sem sú fyrri skildi við hann. Sam Witwicky er kominn í háskóla og er í góðu sambandi við bifvélavirkjann Mikaelu Barnes. En smá babb kemur í bátinn þegar Megatron og hans þrjótar snúa aftur til jarðar og reyna að taka Sam til fanga enda veit pilturinn allt um uppruna Transformers. Og sú vitneskja gæti ógnað tilveru þessara geimveruvélmenna. Ekki er að sökum að spyrja, Optimus Prime og félagar snúast til varnar og reyna að bjarga heimsbyggðinni allri frá glötun. Ekki þarf að fjölyrða um vinsældir fyrstu Transformers-myndarinnar. Hún sló rækilega í gegn enda meistarastykki á sviði tæknibrellna. Myndin markaði jafnframt upphafið að ótrúlegum vinsældum Megan Fox en henni tókst nýverið að verja titil sinn sem kynþokkafyllsta kona heims í augum lesenda karlatímaritsins FHM. Til gamans má geta að Jennifer Lopez var eina konan sem hafði tekist það áður en Fox spratt fram á sjónarsviðið. Í raun má segja að vinsældir Fox og vinsældir Transformers haldist í hendur. Því fyrir kvikmyndina hafði leikkonan varla gert neitt af viti og á milli Transformers-myndanna tókst Megan Fox ekki að velja sér neitt sérstaklega gáfuleg hlutverk. How to Lose Friends & Alienate People var hálfgert flopp þrátt fyrir veiklulega tilraun markaðskarlanna til að selja kvikmyndina með blautabolssenum leikkonunnar. Um kvikmyndina Whore er lítið vitað, annað en að hún skartar Ron Jeremy í einu hlutverkanna. Spurningin er hvort Fox hafi leitað til unnusta síns, Brian Austin Green, sem seint verður sakaður um mikla leiklistarhæfileika (hann lék David Silver í 90210-sjónvarpsþáttunum ef einhverjir skildu hafa gleymt því). Fox hafði reyndar gengið ágætlega að vinna fyrir salti í grautinn með fyrirsætustörfum á unga aldri. Hún hefur unnið í skemmtanaiðnaðinum frá fimm ára aldri og veit því nokkurn vegin út á hvað bransinn gengur. Hún lék nokkur gestahlutverk í þekktum sjónvarpsþáttum þar vestra og fékk fasta vinnu í sjónvarpsseríunni Hope & Faith sem sýndir var á Íslandi fyrir ekki löngu. Fox dreymdi hins vegar um frægð og frama á hvíta tjaldinu og hefur meðal annars afrekað að leika á móti þremur barnastjörnum sem allar eiga það sameiginlegt að töluvert hefur fallið á stjörnur þeirra. Fox lék nefnilega á móti Olsen-tvíburunum í Holiday in the Sun og svo á móti ólíkindatólinu Lindsay Lohan í Confessions of a Teenage Drama Queen. Forvitnilegt verður að sjá hvernig Fox tekst að viðhalda vinsældum sínum, nú þegar Transformers-ævintýrinu virðist vera að ljúka. Hún hefur úr nægum verkefnum að moða, vinsældirnar eru ótvíræðar en stóra spurningin hlýtur að vera sú: hvort örlög Fox verði þau að daga uppi og falla í gleymskunnar dá áður en fyrsti áratugur 21. aldarinnar hefur runnið sitt skeið. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Þótt einhverjir efist um leiklistarhæfileika Megan Fox hefur hún svo sannarlega stimplað sig inn í kvikmyndabransann með kvikmyndunum um Optimus Prime og hina Transformers-karlana. Framhaldsmyndin Transformers: Revenge of the Fallen verður frumsýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar um helgina og ef hún er eitthvað í líkingu við fyrri myndina ætti hún að trekkja að hasaróð ungmenni sem þyrstir í sprengingar og tæknibrellur. Myndin tekur upp þráðinn þar sem sú fyrri skildi við hann. Sam Witwicky er kominn í háskóla og er í góðu sambandi við bifvélavirkjann Mikaelu Barnes. En smá babb kemur í bátinn þegar Megatron og hans þrjótar snúa aftur til jarðar og reyna að taka Sam til fanga enda veit pilturinn allt um uppruna Transformers. Og sú vitneskja gæti ógnað tilveru þessara geimveruvélmenna. Ekki er að sökum að spyrja, Optimus Prime og félagar snúast til varnar og reyna að bjarga heimsbyggðinni allri frá glötun. Ekki þarf að fjölyrða um vinsældir fyrstu Transformers-myndarinnar. Hún sló rækilega í gegn enda meistarastykki á sviði tæknibrellna. Myndin markaði jafnframt upphafið að ótrúlegum vinsældum Megan Fox en henni tókst nýverið að verja titil sinn sem kynþokkafyllsta kona heims í augum lesenda karlatímaritsins FHM. Til gamans má geta að Jennifer Lopez var eina konan sem hafði tekist það áður en Fox spratt fram á sjónarsviðið. Í raun má segja að vinsældir Fox og vinsældir Transformers haldist í hendur. Því fyrir kvikmyndina hafði leikkonan varla gert neitt af viti og á milli Transformers-myndanna tókst Megan Fox ekki að velja sér neitt sérstaklega gáfuleg hlutverk. How to Lose Friends & Alienate People var hálfgert flopp þrátt fyrir veiklulega tilraun markaðskarlanna til að selja kvikmyndina með blautabolssenum leikkonunnar. Um kvikmyndina Whore er lítið vitað, annað en að hún skartar Ron Jeremy í einu hlutverkanna. Spurningin er hvort Fox hafi leitað til unnusta síns, Brian Austin Green, sem seint verður sakaður um mikla leiklistarhæfileika (hann lék David Silver í 90210-sjónvarpsþáttunum ef einhverjir skildu hafa gleymt því). Fox hafði reyndar gengið ágætlega að vinna fyrir salti í grautinn með fyrirsætustörfum á unga aldri. Hún hefur unnið í skemmtanaiðnaðinum frá fimm ára aldri og veit því nokkurn vegin út á hvað bransinn gengur. Hún lék nokkur gestahlutverk í þekktum sjónvarpsþáttum þar vestra og fékk fasta vinnu í sjónvarpsseríunni Hope & Faith sem sýndir var á Íslandi fyrir ekki löngu. Fox dreymdi hins vegar um frægð og frama á hvíta tjaldinu og hefur meðal annars afrekað að leika á móti þremur barnastjörnum sem allar eiga það sameiginlegt að töluvert hefur fallið á stjörnur þeirra. Fox lék nefnilega á móti Olsen-tvíburunum í Holiday in the Sun og svo á móti ólíkindatólinu Lindsay Lohan í Confessions of a Teenage Drama Queen. Forvitnilegt verður að sjá hvernig Fox tekst að viðhalda vinsældum sínum, nú þegar Transformers-ævintýrinu virðist vera að ljúka. Hún hefur úr nægum verkefnum að moða, vinsældirnar eru ótvíræðar en stóra spurningin hlýtur að vera sú: hvort örlög Fox verði þau að daga uppi og falla í gleymskunnar dá áður en fyrsti áratugur 21. aldarinnar hefur runnið sitt skeið.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira