Blygðunarsemi og nauðganir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann skrifar 22. ágúst 2009 03:00 Í maí sl. var íslensk kona blekkt til kynmaka þar sem hinn brotlegi læddist upp í rúm til hennar, notfærði sér að mökin fóru fram í myrkri og að konan skyldi telja hann vera annan mann sem hún hafði áður átt kynferðislegt samneyti við. Samkvæmt lýsingu brotaþolans voru mökin búin að standa yfir í nokkrar mínútur þegar maðurinn sneri sér að henni og blasti þá við henni „glott og ekki sama andlitið" eins og hún orðaði það í skýrslu fyrir dómi. Eins og gefur að skilja var þetta gríðarlegt áfall fyrir konuna, sem lét kalla lögreglu á staðinn, leitaði til Neyðarmóttöku vegna nauðgana og lagði í kjölfarið fram kæru. Þann 21. júlí sl. var maðurinn sakfelldur og hlaut hann sex mánaða dóm fyrir blygðunarsemisbrot (brot gegn 209. gr. hegningarlaganna) þrátt fyrir að konan hefði fyrst og fremst kært manninn fyrir nauðgun, en blygðunarsemisbrot til vara. Þungamiðjan í nauðgun er brot gegn kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti brotaþolans, en það gefur augaleið að brotaþoli sem er blekktur til kynmaka er sviptur tækifærinu til að nýta sjálfsákvörðunarrétt sinn sem skyldi. Kynmök án upplýsts samþykkis beggja aðila hljóta að teljast mun alvarlegra mál en blygðunarsemisbrot. Staðan hefur þó ekki ávallt verið svona. Fram til vorsins 2007 voru ákvæði í íslenskum lögum sem vernduðu fólk gegn kynferðisbrotum sem framin voru undir formerkjum sams konar svika og í áðurnefndu máli. Þetta ákvæði var að finna í 199. gr. hegningarlaganna, en refsinæmi háttseminnar byggðist á því að samþykki til kynmakanna er ekki fengið með eðlilegum hætti heldur með blekkingum. Hámarksrefsing við þessu broti var sex ára fangelsi. Tveir dómar hafa fallið hérlendis þar sem reyndi á þetta ákvæði. Í báðum málunum, H 1943:167 og H 1996:3030, höfðu ákærðu samræði við konur, sem þeir komu að þar sem þær lágu sofandi í rúmi, önnur þeirra með unnusta sinn sér við hlið, en hin í eigin hjónarúmi. Höfðu ákærðu samræði við konurnar, sem héldu til að byrja með að þær væru að hafa samræði við maka sína. Málið frá því í maí síðastliðnum er því ekki einsdæmi og eflaust eru brot af þessu tagi framin reglulega án þess að þau komi til kasta yfirvalda. Hins vegar kom í ljós að alvarlegur missir er að blekkingarákvæðinu úr kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Vorið 2007 voru breytingar á kynferðisbrotakaflanum samþykktar á Alþingi. Í drögum að nýja frumvarpinu segir um áðurnefnt blekkingarákvæði: „Svo sem sjá má er ákvæði þetta mjög sérkennilegt og ekki mjög raunhæft að á það reyni." Rökstuðningurinn fyrir að afnema blekkingarákvæðið var að helst gæti reynt á það ef brotaþolinn væri geðsjúkur, þroskaheftur eða sofandi. Þá myndi 2. málsgrein 194. greinar hegningarlaganna fullnægja refsinæmisskilyrðum, en þar segir að það teljist einnig nauðgun að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Hámarksrefsing við slíku nauðgunarbroti er sextán ára fangelsisvist, en refsing við blygðunarsemisbroti er sex mánaða fangelsisvist ef brotið er smávægilegt, sem það virðist af einhverjum ástæðum hafa talist í umræddu máli. Dómararnir féllust ekki á að brotið félli undir 2. málsgrein 194. greinar, og var þetta að vissu leyti prófmál á nýju lögin. Í ljós kom að þau vernda ekki brotaþola sem blekktir eru með áðurnefndum hætti. Brottnám blekkingarákvæðisins hjó skarð í réttarstöðu brotaþola sem verða fyrir jafn mannskemmandi lífsreynslu og áðurnefnd kona. Þótt yfirvöldum hafi þótt bæði sérkennilegt og óraunhæft að fólk geti verið blekkt til kynmaka blasir við að slíkt á sér þó stað. Mikilvægt er að það endurspeglist í lagabálkinum, svo hægt sé að dæma fyrir slík brot með viðeigandi hætti. Höfundur er áhugakona um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í maí sl. var íslensk kona blekkt til kynmaka þar sem hinn brotlegi læddist upp í rúm til hennar, notfærði sér að mökin fóru fram í myrkri og að konan skyldi telja hann vera annan mann sem hún hafði áður átt kynferðislegt samneyti við. Samkvæmt lýsingu brotaþolans voru mökin búin að standa yfir í nokkrar mínútur þegar maðurinn sneri sér að henni og blasti þá við henni „glott og ekki sama andlitið" eins og hún orðaði það í skýrslu fyrir dómi. Eins og gefur að skilja var þetta gríðarlegt áfall fyrir konuna, sem lét kalla lögreglu á staðinn, leitaði til Neyðarmóttöku vegna nauðgana og lagði í kjölfarið fram kæru. Þann 21. júlí sl. var maðurinn sakfelldur og hlaut hann sex mánaða dóm fyrir blygðunarsemisbrot (brot gegn 209. gr. hegningarlaganna) þrátt fyrir að konan hefði fyrst og fremst kært manninn fyrir nauðgun, en blygðunarsemisbrot til vara. Þungamiðjan í nauðgun er brot gegn kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti brotaþolans, en það gefur augaleið að brotaþoli sem er blekktur til kynmaka er sviptur tækifærinu til að nýta sjálfsákvörðunarrétt sinn sem skyldi. Kynmök án upplýsts samþykkis beggja aðila hljóta að teljast mun alvarlegra mál en blygðunarsemisbrot. Staðan hefur þó ekki ávallt verið svona. Fram til vorsins 2007 voru ákvæði í íslenskum lögum sem vernduðu fólk gegn kynferðisbrotum sem framin voru undir formerkjum sams konar svika og í áðurnefndu máli. Þetta ákvæði var að finna í 199. gr. hegningarlaganna, en refsinæmi háttseminnar byggðist á því að samþykki til kynmakanna er ekki fengið með eðlilegum hætti heldur með blekkingum. Hámarksrefsing við þessu broti var sex ára fangelsi. Tveir dómar hafa fallið hérlendis þar sem reyndi á þetta ákvæði. Í báðum málunum, H 1943:167 og H 1996:3030, höfðu ákærðu samræði við konur, sem þeir komu að þar sem þær lágu sofandi í rúmi, önnur þeirra með unnusta sinn sér við hlið, en hin í eigin hjónarúmi. Höfðu ákærðu samræði við konurnar, sem héldu til að byrja með að þær væru að hafa samræði við maka sína. Málið frá því í maí síðastliðnum er því ekki einsdæmi og eflaust eru brot af þessu tagi framin reglulega án þess að þau komi til kasta yfirvalda. Hins vegar kom í ljós að alvarlegur missir er að blekkingarákvæðinu úr kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Vorið 2007 voru breytingar á kynferðisbrotakaflanum samþykktar á Alþingi. Í drögum að nýja frumvarpinu segir um áðurnefnt blekkingarákvæði: „Svo sem sjá má er ákvæði þetta mjög sérkennilegt og ekki mjög raunhæft að á það reyni." Rökstuðningurinn fyrir að afnema blekkingarákvæðið var að helst gæti reynt á það ef brotaþolinn væri geðsjúkur, þroskaheftur eða sofandi. Þá myndi 2. málsgrein 194. greinar hegningarlaganna fullnægja refsinæmisskilyrðum, en þar segir að það teljist einnig nauðgun að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Hámarksrefsing við slíku nauðgunarbroti er sextán ára fangelsisvist, en refsing við blygðunarsemisbroti er sex mánaða fangelsisvist ef brotið er smávægilegt, sem það virðist af einhverjum ástæðum hafa talist í umræddu máli. Dómararnir féllust ekki á að brotið félli undir 2. málsgrein 194. greinar, og var þetta að vissu leyti prófmál á nýju lögin. Í ljós kom að þau vernda ekki brotaþola sem blekktir eru með áðurnefndum hætti. Brottnám blekkingarákvæðisins hjó skarð í réttarstöðu brotaþola sem verða fyrir jafn mannskemmandi lífsreynslu og áðurnefnd kona. Þótt yfirvöldum hafi þótt bæði sérkennilegt og óraunhæft að fólk geti verið blekkt til kynmaka blasir við að slíkt á sér þó stað. Mikilvægt er að það endurspeglist í lagabálkinum, svo hægt sé að dæma fyrir slík brot með viðeigandi hætti. Höfundur er áhugakona um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun