Erlent

Kim Jong-il segist fús til viðræðna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kim Jong-il.
Kim Jong-il.

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur vendað kvæði sínu í kross og lýst yfir vilja sínum til að taka á ný þátt í viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál landsins. Norður-Kóreumenn drógu sig út úr viðræðunum með þjósti í apríl þegar alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn þeim voru hertar í kjölfar kjarnorkutilrauna þeirra og eldflaugaskota sem fóru illilega fyrir brjóstið á Japönum og Suður-Kóreumönnum. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Bandaríkjamenn meira en reiðubúna til að halda viðræðunum áfram með það fyrir augum að Norður-Kóreumenn leggi kjarnorkuáætlun sína alfarið á hilluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×