Ragnar Snær til Grikklands - HK búið að missa heilt byrjunarlið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2009 12:45 Ragnar á góðri stundu með HK. HK heldur áfram að missa leikmenn úr handboltanum og nú síðast var það skyttan Ragnar Snær Njálsson sem ákvað að yfirgefa herbúðir félagsins. Hann hefur ákveðið að fara á vit ævintýranna til Grikklands. Ragnar mun semja við gríska liðið Thermaikos til eins árs. Um er að ræða eitt af sterkari liðum Grikklands. „Það hafa verið þreifingar hjá mér síðustu vikur með liðum í Noregi, Spáni og víðar. Ég ákvað svo á endanum að skella mér til Grikklands enda það dæmi afar spennandi," sagði Ragnar Snær sem hafnaði meðal annars norska liðinu Drammen. „Ég fer þarna á fullan atvinnumannasamning og get lifað af handboltanum. Það skemmir ekki fyrir að þetta lið er í fallegum strandbæ þar sem veðrið er alltaf gott. Svo eru þessi bestu lið í Grikklandi víst sterk. Ég lít á þetta sem gott tækifæri og skemmtilegt ævintýri. Ég meina, hver er ekki kominn með nóg af Icesave og krepputali" sagði Ragnar kátur en hann fer utan í byrjun næsta mánaðar. Það er ljóst að HK mætir mikið breytt til leiks á næstu leiktíð. Fyrir utan Ragnar þá hverfa einnig á braut þeir Sverre Jakobsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Einar Ingi Hrafnsson, Björn Ingi Friðþjófsson, Sigurgeir Árni Ægisson og Gunnar Steinn Jónsson. Ásbjörn Stefánsson, Már Þórarinsson, Hákon Bridde og Magnús Magnússon eru þess utan hættir. HK hefur þó fengið liðsstyrk á móti og þar ber hæst að Ólafur Víðír Ólafsson snýr aftur í HK frá Stjörnunni. Sverrir Hermannsson kemur úr Víkingi. Svo hefur Vilhelm Gauti Bergsveinsson rifið fram skóna að nýju en hann verður spilandi aðstoðarþjálfari. Lárus Helgi Ólafsson markvörður kemur frá ÍR og línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson kemur frá Akureyri. Einnig koma tveir ungir leikmenn til liðsins frá Selfossi en þeir heita Halldór Stefán Haraldsson og Bjarki Már Elísson. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
HK heldur áfram að missa leikmenn úr handboltanum og nú síðast var það skyttan Ragnar Snær Njálsson sem ákvað að yfirgefa herbúðir félagsins. Hann hefur ákveðið að fara á vit ævintýranna til Grikklands. Ragnar mun semja við gríska liðið Thermaikos til eins árs. Um er að ræða eitt af sterkari liðum Grikklands. „Það hafa verið þreifingar hjá mér síðustu vikur með liðum í Noregi, Spáni og víðar. Ég ákvað svo á endanum að skella mér til Grikklands enda það dæmi afar spennandi," sagði Ragnar Snær sem hafnaði meðal annars norska liðinu Drammen. „Ég fer þarna á fullan atvinnumannasamning og get lifað af handboltanum. Það skemmir ekki fyrir að þetta lið er í fallegum strandbæ þar sem veðrið er alltaf gott. Svo eru þessi bestu lið í Grikklandi víst sterk. Ég lít á þetta sem gott tækifæri og skemmtilegt ævintýri. Ég meina, hver er ekki kominn með nóg af Icesave og krepputali" sagði Ragnar kátur en hann fer utan í byrjun næsta mánaðar. Það er ljóst að HK mætir mikið breytt til leiks á næstu leiktíð. Fyrir utan Ragnar þá hverfa einnig á braut þeir Sverre Jakobsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Einar Ingi Hrafnsson, Björn Ingi Friðþjófsson, Sigurgeir Árni Ægisson og Gunnar Steinn Jónsson. Ásbjörn Stefánsson, Már Þórarinsson, Hákon Bridde og Magnús Magnússon eru þess utan hættir. HK hefur þó fengið liðsstyrk á móti og þar ber hæst að Ólafur Víðír Ólafsson snýr aftur í HK frá Stjörnunni. Sverrir Hermannsson kemur úr Víkingi. Svo hefur Vilhelm Gauti Bergsveinsson rifið fram skóna að nýju en hann verður spilandi aðstoðarþjálfari. Lárus Helgi Ólafsson markvörður kemur frá ÍR og línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson kemur frá Akureyri. Einnig koma tveir ungir leikmenn til liðsins frá Selfossi en þeir heita Halldór Stefán Haraldsson og Bjarki Már Elísson.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita