Umfjöllun: Ótrúlegt sigurmark Tjörva Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2009 19:11 Tjörvi Þorgeirsson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Þó svo að marga lykilmenn hafi vantað í lið Hauka fögnuðu þeir engu að síður góðum sigri á Akureyri í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla í dag, 25-24. Eins og tölurnar gefa til kynna voru lokamínútur leiksins æsispennandi en það var leikstjórnandinn Tjörvi Þorgeirsson sem tryggði Haukum sigurinn með ótrúlegu marki á lokasekúndu leiksins. Haukar héldu í sókn þegar 20 sekúndur voru til leiksloka og var sóknin að renna út í sandinn þegar Tjörvi fékk skyndilega boltann og lét vaða af löngu færi. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, hafði átt frábæran leik en náði ekki að koma vörnum við. Hafþór byrjaði stórglæsilega í leiknum og varði alls tíu skot á fyrstu tíu mínútum leiksins. Akureyri nýtti sér það og komst þá í 5-0 forystu. Haukarnir voru hins vegar fljótir að minnka muninn aftur en Akureyri hélt þó frumkvæðinu allt þar til tíu mínútur voru til leiksloka. Á þeim leikkafla skoruðu Haukar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 17-19 í 21-19. Akureyringar náðu þó að jafna metin aftur en Haukar fögnuðu þó að lokum góðum sigri sem fyrr segir. Leikurinn bauð þó ekki upp á það besta í fari beggja liða að þessu sinni. Akureyringar geta sjálfum sér um kennt - þeir voru með leikinn í höndum sér og höfðu mun fleiri tækifæri en Haukar til að gera út um leikinn. Varnarleikur beggja liða var ágætur og markvarsla með miklum ágætum. Sérstaklega var Aron Rafn Eðvarðsson öflugur í marki Haukanna í síðari hálfleik en Hafþór hjá Akureyri í þeim fyrri. Hornamennirnir og vítaskytturnar Guðmundur Árni Ólafsson (Haukar, 9 mörk) og Oddur Grétarsson (Akureyri, 11 mörk) áttu báðir skínandi góðan leik. Skyttur beggja liða ollu vonbrigðum ef Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka, er frátalinn.Haukar - Akureyri 25-24 (11-13)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 9/1 (13/1), Elías Már Halldórsson 4 (7), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Sigurbergur Sveinsson 3 (7), Pétur Pálsson 2 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (6), Jónatan Jónsson 1 (3), Björgvin Hólmgeirsson (4).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/1 (43/4, 44%).Hraðaupphlaup: 3 (Stefán Rafn 2, Elías Már 1).Fiskuð víti: 1 (Jónatan 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/3 (15/4), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Jónatan Þór Magnússon 2 (6), Guðmundur Helgason 2 (4), Andri Snær Stefánsson 2 (3), Hreinn Þór Hauksson 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Guðlaugur Arnarsson (2), Heimir Örn Árnason (2), Geir Guðmundsson (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 22 (47/1, 47%).Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 4, Hreinn Þór 2, Andri Snær 1, Jónatan Þór 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 4 (Guðlaugur 2, Hreinn Þór 1, Heimir Örn 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir. Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Sjá meira
Þó svo að marga lykilmenn hafi vantað í lið Hauka fögnuðu þeir engu að síður góðum sigri á Akureyri í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla í dag, 25-24. Eins og tölurnar gefa til kynna voru lokamínútur leiksins æsispennandi en það var leikstjórnandinn Tjörvi Þorgeirsson sem tryggði Haukum sigurinn með ótrúlegu marki á lokasekúndu leiksins. Haukar héldu í sókn þegar 20 sekúndur voru til leiksloka og var sóknin að renna út í sandinn þegar Tjörvi fékk skyndilega boltann og lét vaða af löngu færi. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, hafði átt frábæran leik en náði ekki að koma vörnum við. Hafþór byrjaði stórglæsilega í leiknum og varði alls tíu skot á fyrstu tíu mínútum leiksins. Akureyri nýtti sér það og komst þá í 5-0 forystu. Haukarnir voru hins vegar fljótir að minnka muninn aftur en Akureyri hélt þó frumkvæðinu allt þar til tíu mínútur voru til leiksloka. Á þeim leikkafla skoruðu Haukar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 17-19 í 21-19. Akureyringar náðu þó að jafna metin aftur en Haukar fögnuðu þó að lokum góðum sigri sem fyrr segir. Leikurinn bauð þó ekki upp á það besta í fari beggja liða að þessu sinni. Akureyringar geta sjálfum sér um kennt - þeir voru með leikinn í höndum sér og höfðu mun fleiri tækifæri en Haukar til að gera út um leikinn. Varnarleikur beggja liða var ágætur og markvarsla með miklum ágætum. Sérstaklega var Aron Rafn Eðvarðsson öflugur í marki Haukanna í síðari hálfleik en Hafþór hjá Akureyri í þeim fyrri. Hornamennirnir og vítaskytturnar Guðmundur Árni Ólafsson (Haukar, 9 mörk) og Oddur Grétarsson (Akureyri, 11 mörk) áttu báðir skínandi góðan leik. Skyttur beggja liða ollu vonbrigðum ef Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka, er frátalinn.Haukar - Akureyri 25-24 (11-13)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 9/1 (13/1), Elías Már Halldórsson 4 (7), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Sigurbergur Sveinsson 3 (7), Pétur Pálsson 2 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (6), Jónatan Jónsson 1 (3), Björgvin Hólmgeirsson (4).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/1 (43/4, 44%).Hraðaupphlaup: 3 (Stefán Rafn 2, Elías Már 1).Fiskuð víti: 1 (Jónatan 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/3 (15/4), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Jónatan Þór Magnússon 2 (6), Guðmundur Helgason 2 (4), Andri Snær Stefánsson 2 (3), Hreinn Þór Hauksson 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Guðlaugur Arnarsson (2), Heimir Örn Árnason (2), Geir Guðmundsson (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 22 (47/1, 47%).Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 4, Hreinn Þór 2, Andri Snær 1, Jónatan Þór 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 4 (Guðlaugur 2, Hreinn Þór 1, Heimir Örn 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir.
Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Sjá meira