Enski boltinn

Hló á minningarathöfn um Hillsborough - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Charles Itandje í einum af sjö leikjum sínum með Liverpool en þeir verða varla mikið fleiri upp úr þessu.
Charles Itandje í einum af sjö leikjum sínum með Liverpool en þeir verða varla mikið fleiri upp úr þessu. Nordic Photos / Getty Images

Charles Itandje hefur verið sendur í launalaust frí í tvær vikur vegna framkomu hans á minningarathöfn Liverpool um Hillsborough-slysið sem átti sér stað fyrir 20 árum síðan.

Eins og sjá má á hér var framkoma Itandje á athöfninni ekki til fyrirmyndar og gekk myndbrotið eins og eldur um sinu á internetinu.

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, mun hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til Itandje að hann væri ekki velkominn á æfingu liðsins í gær.

Talsmaður Liverpool staðfesti svo að hann hafi verið sendur í tveggja vikna launalaust leyfi á meðan félagið rannsakar hvað átti sér stað á athöfninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×