Viðskipti innlent

Rólegur dagur í kauphöllinni

Dagurinn var mjög rólegur í kauphöllinni og er OMX16 úrvalsvísitalan nær óbreytt frá því á föstudag í rúmum 810 stigum.

Aðeins eitt félag hreyfðist en það var Bakkavör sem lækkaði um tæp 3%. Töluverð viðskipti voru með hluti í Marel, eða rúmar 52 milljónir kr., en félagið endaði daginn í sama gildi og á föstudag.

Þá var skuldabréfaveltan einnig með rólegra móti en hún nam tæpum 6,6 miljörðum kr. í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×