Erlent

Tugir drukknuðu í Kongó

Að minnsta kosti 73 drukknuðu þegar bátur sökk í vesturhluta Afríkuríkisins Kongó í dag. Óheimilt var að flytja farþega á bátnum, að fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Dominique Lutula, forseti Rauða krossins í landinu, segir að rúmlega 270 hafi bjargast og enn sé nokkurra saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×