Hvað kostar að slá stjórnlagaþingi á frest? Sigurður H. Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2009 06:00 Forsætisráðherra lagði í vikunni fram frumvarp til laga um ráðgefandi stjórnlagaþing. Þar er reiknað með að 25-31 þjóðkjörnir fulltrúar sitji og ræði fyrirfram skilgreind viðfangsefni með endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands að markmiði. Núgildandi stjórnarskrá var upphaflega samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á lýðveldisárinu 1944 án þess að stjórnlagaþing kæmi að undirbúningi hennar. Hún er að grunni til byggð á stjórnarskrá danska konungsríkisins. Síðan 1944 hefur Alþingi samþykkt nokkrar breytingar á henni án þess að almenningur hafi fengið að kjósa um það sérstaklega. Einnig hafa ákvæði hennar verið túlkuð af lögspekingum, stundum á annan hátt en orðanna hljóðan segir til um. Gæti hugsast að sú aðferðarfræði sem tilgreind er í frumvarpi forsætisráðherra endurspegli illa vilja almennings í landinu? Er hætta á því að svo fámennur hópur kjörinna fulltrúa verði öðru fremur fulltrúar stjórnmálaafla, efnafólks eða þjóðþekktra einstaklinga? Hvað með talsmenn minnihlutahópa, s.s. innflytjenda, öryrkja og brottfluttra Íslendinga? Er ekki hætta á að kosningamaskínur stjórnmálaflokkanna og ítök valdamikilla afla í fjölmiðlum fái of miklu ráðið um kjör fulltrúanna? Sumir alþingismenn halda því fram að stjórnlagaþing sé ekki forgangsmál. Sömu aðilar hafa einnig býsnast yfir miklum tilkostnaði og sjá ofsjónum yfir því að eyða opinberu fé í slíkt. Nú um helgina er heilt ár liðið síðan ræðumenn á Austurvelli fóru að tala um Nýtt lýðveldi á rústum hins gamla. Umræðan náði hámarki upp úr áramótum þegar Íslendingar loksins vöknuðu og byltingaröflin sýndu hvers þau voru megnug. Ríkisstjórnin hrökklaðist frá völdum og mótmælendur héldu heim. Síðan þá hefur ekkert gerst. En hvað kostar að slá stjórnlagaþingi á frest eða vanda illa til verka? Hversu margir Íslendingar gefa upp vonina og flytjast til annarra landa? Það sem af er árinu 2009 eru á þriðja þúsund íslenskir ríkisborgarar brottfluttir frá Íslandi umfram aðflutta. Á öllu árinu 2008 voru þeir 477. Hversu margir verða þeir árið 2010? Hvers vegna ætti fólk að vilja búa hér áfram við krappari kjör ef ekkert breytist til batnaðar? Þjóðfundurinn er mikilvæg tilraun því að hann getur sýnt fram á að stórt tilviljunarkennt úrtak úr þjóðskrá er mun betri þverskurður af þjóðfélaginu en 25-31 þjóðkjörnir fulltrúar. Þjóðfundurinn getur líka sýnt fram á að kostnaður við raunverulegt stjórnlagaþing þarf ekki að vera mældur í milljörðum. Stöndum vörð um hag almennings og krefjumst þess að fá stjórnlagaþing hið fyrsta, skipað almenningi fyrir almenning og án þátttöku stjórnmálaflokkanna. Ekki ráðgefandi því Alþingi á að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki öfugt. Þjóðin veit sjálf hvað henni er fyrir bestu. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra lagði í vikunni fram frumvarp til laga um ráðgefandi stjórnlagaþing. Þar er reiknað með að 25-31 þjóðkjörnir fulltrúar sitji og ræði fyrirfram skilgreind viðfangsefni með endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands að markmiði. Núgildandi stjórnarskrá var upphaflega samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á lýðveldisárinu 1944 án þess að stjórnlagaþing kæmi að undirbúningi hennar. Hún er að grunni til byggð á stjórnarskrá danska konungsríkisins. Síðan 1944 hefur Alþingi samþykkt nokkrar breytingar á henni án þess að almenningur hafi fengið að kjósa um það sérstaklega. Einnig hafa ákvæði hennar verið túlkuð af lögspekingum, stundum á annan hátt en orðanna hljóðan segir til um. Gæti hugsast að sú aðferðarfræði sem tilgreind er í frumvarpi forsætisráðherra endurspegli illa vilja almennings í landinu? Er hætta á því að svo fámennur hópur kjörinna fulltrúa verði öðru fremur fulltrúar stjórnmálaafla, efnafólks eða þjóðþekktra einstaklinga? Hvað með talsmenn minnihlutahópa, s.s. innflytjenda, öryrkja og brottfluttra Íslendinga? Er ekki hætta á að kosningamaskínur stjórnmálaflokkanna og ítök valdamikilla afla í fjölmiðlum fái of miklu ráðið um kjör fulltrúanna? Sumir alþingismenn halda því fram að stjórnlagaþing sé ekki forgangsmál. Sömu aðilar hafa einnig býsnast yfir miklum tilkostnaði og sjá ofsjónum yfir því að eyða opinberu fé í slíkt. Nú um helgina er heilt ár liðið síðan ræðumenn á Austurvelli fóru að tala um Nýtt lýðveldi á rústum hins gamla. Umræðan náði hámarki upp úr áramótum þegar Íslendingar loksins vöknuðu og byltingaröflin sýndu hvers þau voru megnug. Ríkisstjórnin hrökklaðist frá völdum og mótmælendur héldu heim. Síðan þá hefur ekkert gerst. En hvað kostar að slá stjórnlagaþingi á frest eða vanda illa til verka? Hversu margir Íslendingar gefa upp vonina og flytjast til annarra landa? Það sem af er árinu 2009 eru á þriðja þúsund íslenskir ríkisborgarar brottfluttir frá Íslandi umfram aðflutta. Á öllu árinu 2008 voru þeir 477. Hversu margir verða þeir árið 2010? Hvers vegna ætti fólk að vilja búa hér áfram við krappari kjör ef ekkert breytist til batnaðar? Þjóðfundurinn er mikilvæg tilraun því að hann getur sýnt fram á að stórt tilviljunarkennt úrtak úr þjóðskrá er mun betri þverskurður af þjóðfélaginu en 25-31 þjóðkjörnir fulltrúar. Þjóðfundurinn getur líka sýnt fram á að kostnaður við raunverulegt stjórnlagaþing þarf ekki að vera mældur í milljörðum. Stöndum vörð um hag almennings og krefjumst þess að fá stjórnlagaþing hið fyrsta, skipað almenningi fyrir almenning og án þátttöku stjórnmálaflokkanna. Ekki ráðgefandi því Alþingi á að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki öfugt. Þjóðin veit sjálf hvað henni er fyrir bestu. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun