Enski boltinn

Crewe enn í fallsæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Erfiðu verkefni Guðjóns er ekki lokið.
Erfiðu verkefni Guðjóns er ekki lokið. Nordic Photos/Getty Images

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe töpuðu, 4-3, fyrir Stockport County í ensku C-deildinni í kvöld.

Crewe tókst að jafna 1-1 en eftir þa tók Stockport völdin á ný og innbyrti góðan sigur. Breytti engu að Crewe hefði skorað undir lokin.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Crewe.

Crewe enn á meðal fjögurra neðstu liða í deildinni með 46 stig. Það er þó gríðarlega hörð barátta á botninum og lið með 46 stig sem er ekki í fallsæti sökum hagstæðs markahlutfalls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×