Erlent

Method Man handtekinn fyrir skattsvik

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Clifford Smith,  öðru nafni Method Man.
Clifford Smith, öðru nafni Method Man.

Rapptónlistarmaðurinn og leikarinn Clifford Smith, einnig þekktur undir heitinu Method Man, var handtekinn í New York í gær vegna gruns um umfangsmikil skattsvik. Smith er talinn skulda ríkinu tugi þúsunda dollara vegna tekna sem hann taldi ekki fram árin 2004 til 2007. Brotið getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi verði hann sekur fundinn en lögmaður Smith vildi ekki tjá sig um málið við fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×