Erlent

Fangi í hjólastól forðaði sér á hlaupum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fanginn, Arcade Comeaux.
Fanginn, Arcade Comeaux.

Fangelsisyfirvöld í Texas hyggjast heldur betur athuga sinn gang eftir að lífstíðarfangi í fangelsi í Huntsville, sem bundinn hefur verið við hjólastól, flúði á meðan verið var að flytja hann í annað fangelsi á mánudag - og það á harðahlaupum. Fanginn dró upp skammbyssu í flutningabílnum og ógnaði vörðunum með henni. Hann heimtaði einkennisbúning annars varðanna og stakk svo af með búninginn, tvær skammbyssur og haglabyssu. Maðurinn er ófundinn enn þá en hann afplánaði tvöfaldan lífstíðardóm fyrir fjölda ofbeldisglæpa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×