Lúxus eða lífsnauðsyn? Þóranna Jónsdóttir skrifar 3. desember 2009 06:00 Í gegnum tíðina hefur hlutverk fyrirtækja í hugum flestra verið einskorðað við að hámarka hagnað hluthafa þó að góðviljuð og aflögufær fyrirtæki hafi á stundum lagt eitthvað af mörkum til góðra málefna. Nú eru breyttir tímar, í dag er gerð sú krafa til fyrirtækja að þau hagi starfsemi sinni þannig að þau geti talist sjálfbær, ekki einungis með tilliti til fjárhagslegrar afkomu, heldur einnig í samfélags- og umhverfislegu tilliti. Það má líta svo á að það sé sjálfsögð skylda fyrirtækja sem flest hver byggja starfsemi sína á auðlindum lands og þjóðar að huga að áhrifum starfsemi sinnar á samfélag og umhverfi, bæði til lengri og skemmri tíma. Hins vegar er enn áhugaverðara að skoða þau tækifæri sem í þessu felast fyrir fyrirtækin í því ljósi að fyrirtæki sem leggja sig fram um að vera ábyrg gagnvart samfélagi og umhverfi muni áður en langt um líður skara fram úr þeim fyrirtækjum sem láta slíkt undir höfuð leggjast. Það er algengur misskilningur að áhersla á sjálfbærni sé lúxus sem fyrirtæki geti einungis leyft sér þegar vel árar. Sjálfbærni snýst fyrst og fremst um hvaða leiðir fyrirtæki velur sér til að ná árangri. Áhersla á sjálfbærni er oftar en ekki megin drifkraftur nýsköpunar og nýrra úrlausna sem bæta nýtingu aðfanga, minnka sóun, hraða vöruþróun og auka verðmætasköpun. Þar að auki njóta þessi fyrirtæki gjarnan aukins trúverðugleika í augum viðskiptavina, fjárfesta og yfirvalda, auk þess sem þau eru alla jafna eftirsóttari vinnustaðir. Neytendur gera í auknum mæli þá kröfu að fyrirtæki stundi sjálfbæra viðskiptahætti. Samkvæmt rannsóknum frá Bretlandi og Bandaríkjunum fer umhverfismeðvitund neytenda vaxandi en þar kemur meðal annars í ljós að 75% neytenda hafa á undanförnum tveimur árum gert umtalsverðar breytingar á lífsstíl sínum vegna aukinnar umhverfismeðvitundar. Eftirspurn eftir sjálfbærri framleiðslu hefur stóraukist á síðustu árum, má þar nefna að hlutdeild „fair trade“ matvæla, lífrænt ræktaðra matvæla og „fair trade“ fatnaðar hefur vaxið um tugi prósenta. Fjölmargar vísbendingar eru á lofti um að þessi þróun sé rétt að byrja þar sem einungis 4% af öllum heimilisvörum sem keyptar voru í Bretlandi árið 2007 voru samfélags- eða umhverfisvæn. Enn fremur kveðst rúmur helmingur neytenda vilja kaupa meira af sjálfbærum vörum en þeir gera í dag. Vaxtarmöguleikarnir eru því óþrjótandi á þessu sviði. Enn fremur felast talsverð fjárfestingartækifæri í fyrirtækjum sem leggja áherslu á sjálfbærni. Rannsókn The Economist á tímabilinu 2005-2008 sýndi fram á að fyrirtæki sem lögðu áherslu á sjálfbærni skiluðu meiri hagnaði og hlutabréf þeirra hækkuðu meira en hjá þeim fyrirtækjum sem minnsta áherslu lögðu á sjálfbærni. Eftirspurn fjárfesta eftir samfélagslega ábyrgum fjárfestingum hefur einnig vaxið til muna. Á árunum 2005-2007 jukust samfélagslega ábyrgar fjárfestingar hjá fagfjárfestum í Bandaríkjunum um tæp 20% á sama tíma og heildareignir í stýringu fagfjárfesta jukust um tæp 3%. Það er löngu tímabært að fyrirtæki axli sína ábyrgð gagnvart samfélagi og umhverfi. Fleiri og fleiri fyrirtæki sjá ávinning í því að beina sjónum sínum að þessum þáttum. En ávinningurinn takmarkast síður en svo við fyrirtækin sjálf. Ávinningurinn er miklu víðtækari og skilar sér í bættu samfélagi, skýrari leikreglum og aukinni virðingu fyrir náttúruperlum og auðlindum. Það er hins vegar að miklu leyti undir neytendum komið hversu hröð þessi þróun verður. Með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem leggja sig fram um að stunda sjálfbæra og ábyrga viðskiptahætti geta neytendur lagt sitt af mörkum til að bæta viðskiptalíf, samfélag og umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri samskiptasviðs Auðar Capital. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur hlutverk fyrirtækja í hugum flestra verið einskorðað við að hámarka hagnað hluthafa þó að góðviljuð og aflögufær fyrirtæki hafi á stundum lagt eitthvað af mörkum til góðra málefna. Nú eru breyttir tímar, í dag er gerð sú krafa til fyrirtækja að þau hagi starfsemi sinni þannig að þau geti talist sjálfbær, ekki einungis með tilliti til fjárhagslegrar afkomu, heldur einnig í samfélags- og umhverfislegu tilliti. Það má líta svo á að það sé sjálfsögð skylda fyrirtækja sem flest hver byggja starfsemi sína á auðlindum lands og þjóðar að huga að áhrifum starfsemi sinnar á samfélag og umhverfi, bæði til lengri og skemmri tíma. Hins vegar er enn áhugaverðara að skoða þau tækifæri sem í þessu felast fyrir fyrirtækin í því ljósi að fyrirtæki sem leggja sig fram um að vera ábyrg gagnvart samfélagi og umhverfi muni áður en langt um líður skara fram úr þeim fyrirtækjum sem láta slíkt undir höfuð leggjast. Það er algengur misskilningur að áhersla á sjálfbærni sé lúxus sem fyrirtæki geti einungis leyft sér þegar vel árar. Sjálfbærni snýst fyrst og fremst um hvaða leiðir fyrirtæki velur sér til að ná árangri. Áhersla á sjálfbærni er oftar en ekki megin drifkraftur nýsköpunar og nýrra úrlausna sem bæta nýtingu aðfanga, minnka sóun, hraða vöruþróun og auka verðmætasköpun. Þar að auki njóta þessi fyrirtæki gjarnan aukins trúverðugleika í augum viðskiptavina, fjárfesta og yfirvalda, auk þess sem þau eru alla jafna eftirsóttari vinnustaðir. Neytendur gera í auknum mæli þá kröfu að fyrirtæki stundi sjálfbæra viðskiptahætti. Samkvæmt rannsóknum frá Bretlandi og Bandaríkjunum fer umhverfismeðvitund neytenda vaxandi en þar kemur meðal annars í ljós að 75% neytenda hafa á undanförnum tveimur árum gert umtalsverðar breytingar á lífsstíl sínum vegna aukinnar umhverfismeðvitundar. Eftirspurn eftir sjálfbærri framleiðslu hefur stóraukist á síðustu árum, má þar nefna að hlutdeild „fair trade“ matvæla, lífrænt ræktaðra matvæla og „fair trade“ fatnaðar hefur vaxið um tugi prósenta. Fjölmargar vísbendingar eru á lofti um að þessi þróun sé rétt að byrja þar sem einungis 4% af öllum heimilisvörum sem keyptar voru í Bretlandi árið 2007 voru samfélags- eða umhverfisvæn. Enn fremur kveðst rúmur helmingur neytenda vilja kaupa meira af sjálfbærum vörum en þeir gera í dag. Vaxtarmöguleikarnir eru því óþrjótandi á þessu sviði. Enn fremur felast talsverð fjárfestingartækifæri í fyrirtækjum sem leggja áherslu á sjálfbærni. Rannsókn The Economist á tímabilinu 2005-2008 sýndi fram á að fyrirtæki sem lögðu áherslu á sjálfbærni skiluðu meiri hagnaði og hlutabréf þeirra hækkuðu meira en hjá þeim fyrirtækjum sem minnsta áherslu lögðu á sjálfbærni. Eftirspurn fjárfesta eftir samfélagslega ábyrgum fjárfestingum hefur einnig vaxið til muna. Á árunum 2005-2007 jukust samfélagslega ábyrgar fjárfestingar hjá fagfjárfestum í Bandaríkjunum um tæp 20% á sama tíma og heildareignir í stýringu fagfjárfesta jukust um tæp 3%. Það er löngu tímabært að fyrirtæki axli sína ábyrgð gagnvart samfélagi og umhverfi. Fleiri og fleiri fyrirtæki sjá ávinning í því að beina sjónum sínum að þessum þáttum. En ávinningurinn takmarkast síður en svo við fyrirtækin sjálf. Ávinningurinn er miklu víðtækari og skilar sér í bættu samfélagi, skýrari leikreglum og aukinni virðingu fyrir náttúruperlum og auðlindum. Það er hins vegar að miklu leyti undir neytendum komið hversu hröð þessi þróun verður. Með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem leggja sig fram um að stunda sjálfbæra og ábyrga viðskiptahætti geta neytendur lagt sitt af mörkum til að bæta viðskiptalíf, samfélag og umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri samskiptasviðs Auðar Capital.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun