Innlent

Nóg af fiski en erfitt að veiða

Fiskurinn verður 6 til 8 sentímetra langur.
Fiskurinn verður 6 til 8 sentímetra langur. mynd/náttúrustofa norðausturlands

„Það er nóg af henni hérna en það er bara málið að koma henni í pokann og halda henni þar,“ sagði Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, í gær þar sem hann var við tilraunaveiðar á norrænni gulldeplu.

Skömmu fyrir jól fengu þeir 50 tonn af þessum smágerða fiski sem er af laxsíldarætt og er aðeins um sex til átta sentímetrar að lengd. Líkt og með loðnuna er hún veidd bæði til bræðslu og frystingar.

„Við erum að prófa okkur áfram með veiðarfærin,“ sagði hann og bætti við að þar ættu menn nokkuð langt í land. Ekki var þó langt í land í eiginlegum skilningi því gulldepluna var að finna skammt suðvestur af Vestmannaeyjum og því aðeins um tveir tímar í heimstím.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×