Landnám Ísraela ógnar friðarferli 29. desember 2009 01:15 Hús tekið Palestínsk kona horfir á ísraelskan landtökumann bera eigur palestínskrar fjölskyldu út úr húsi í Austur-Jerúsalem í byrjun mánaðarins þegar ísraelsk fjölskylda tók yfir hús í hverfi araba. Fréttablaðið/AP Byggðar verða nærri 700 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem samkvæmt ákvörðun sem Ísraelsstjórn kynnti í gær. Ákvörðunin hefur sætt harðri gagnrýni Palestínumanna og frá Bandaríkjunum sem hafa fordæmt áætlunina og sagt hana stein í götu friðarferlis á svæðinu. Deilan um yfirráð yfir Austur-Jerúsalem er einhver sú harðasta í átökum Ísraela og Palestínumanna. Palestínumenn segja Austur-Jerúsalem vera höfuðborg framtíðarríkis þeirra og líta á byggðir Ísraela þar sem landtökubyggðir. Ísrael segir borgina alla höfuðborg þeirra að eilífu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hægt yrði á landtöku á Vesturbakkanum í von um að fá Palestínumenn aftur að viðræðuborðinu. Tilskipunin náði hins vegar ekki til Austur-Jerúsalems, en þar er að finna helga staði jafnt gyðinga, múslima og kristinna manna. „Við gerum greinarmun á Vesturbakkanum og Jerúsalem. Jerúsalem er höfuðborg okkar og verður það áfram,“ segir Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. Húsnæðisráðuneyti landsins segist hafa heimilað byggingu 692 nýrra íbúða í þremur hverfum Ísraela þar sem þegar búi tugir þúsunda fólks. Ísrael hertók austurhluta Jerúsalem árið 1967 og innlimaði þegar í ríki sitt. Innlimunin hefur ekki hlotið viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. „Við fordæmum áframhaldandi landtökustefnu Ísraels og vonum að þetta verði til þess að opna augu Bandaríkjastjórnar og annarra stjórnvalda heims fyrir vandanum,“ segir Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínustjórnar. Palestínumenn hafa neitað að hefja aftur friðarviðræður, sem hættu fyrir ári þegar Ísraelsher réðst inn í Gasaborg, fyrr en Netanjahú stöðvar uppbyggingu landtökubyggða á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Bandaríkjastjórn hefur mánuðum saman reynt að koma viðræðum aftur af stað. Nafnlaus heimildarmaður í stjórnkerfi Ísrael segir að Bandaríkjunum hafi verið kynnt áformin um nýju byggðirnar. Heimildarmaður innan bandaríska stjórnkerfisins segir ákvörðunina hins vegar áfall fyrir friðarferlið og kvað einhliða aðgerðir sem þessar flækja vandann og draga úr líkum á því að friðarviðræður geti hafist að nýju. Formlegra viðbragða er enn beðið frá Washington. olikr@frettabladid.is Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Byggðar verða nærri 700 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem samkvæmt ákvörðun sem Ísraelsstjórn kynnti í gær. Ákvörðunin hefur sætt harðri gagnrýni Palestínumanna og frá Bandaríkjunum sem hafa fordæmt áætlunina og sagt hana stein í götu friðarferlis á svæðinu. Deilan um yfirráð yfir Austur-Jerúsalem er einhver sú harðasta í átökum Ísraela og Palestínumanna. Palestínumenn segja Austur-Jerúsalem vera höfuðborg framtíðarríkis þeirra og líta á byggðir Ísraela þar sem landtökubyggðir. Ísrael segir borgina alla höfuðborg þeirra að eilífu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hægt yrði á landtöku á Vesturbakkanum í von um að fá Palestínumenn aftur að viðræðuborðinu. Tilskipunin náði hins vegar ekki til Austur-Jerúsalems, en þar er að finna helga staði jafnt gyðinga, múslima og kristinna manna. „Við gerum greinarmun á Vesturbakkanum og Jerúsalem. Jerúsalem er höfuðborg okkar og verður það áfram,“ segir Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. Húsnæðisráðuneyti landsins segist hafa heimilað byggingu 692 nýrra íbúða í þremur hverfum Ísraela þar sem þegar búi tugir þúsunda fólks. Ísrael hertók austurhluta Jerúsalem árið 1967 og innlimaði þegar í ríki sitt. Innlimunin hefur ekki hlotið viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. „Við fordæmum áframhaldandi landtökustefnu Ísraels og vonum að þetta verði til þess að opna augu Bandaríkjastjórnar og annarra stjórnvalda heims fyrir vandanum,“ segir Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínustjórnar. Palestínumenn hafa neitað að hefja aftur friðarviðræður, sem hættu fyrir ári þegar Ísraelsher réðst inn í Gasaborg, fyrr en Netanjahú stöðvar uppbyggingu landtökubyggða á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Bandaríkjastjórn hefur mánuðum saman reynt að koma viðræðum aftur af stað. Nafnlaus heimildarmaður í stjórnkerfi Ísrael segir að Bandaríkjunum hafi verið kynnt áformin um nýju byggðirnar. Heimildarmaður innan bandaríska stjórnkerfisins segir ákvörðunina hins vegar áfall fyrir friðarferlið og kvað einhliða aðgerðir sem þessar flækja vandann og draga úr líkum á því að friðarviðræður geti hafist að nýju. Formlegra viðbragða er enn beðið frá Washington. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira