Erlent

Kínverjar tóku Shaikh af lífi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Akmal Shaikh.
Akmal Shaikh.

Bretinn Akmal Shaikh, sem kínverskur dómstóll dæmdi til dauða fyrir heróínsmygl, var tekinn af lífi klukkan hálfþrjú í nótt að íslenskum tíma, líklegast með byssuskoti í höfuð eins og tíðkast í kínverskum aftökum. Bresk stjórnvöld og fjölskylda mannsins lögðu mikið kapp á að fá dóminum breytt á grundvelli þess að Shaikh þjáðist af svokallaðri tvíhverfri lyndisröskun en allt kom fyrir ekki. Hann er fyrsti Evrópubúinn sem tekinn er af lífi í Kína í meira en hálfa öld. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, fordæmir aftökuna harðlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×