Innlent

Aðeins eðlilegar gengisvarnir

Exista var einn aðaleigandi gamla Kaupþings.Fréttablaðið / valli
Exista var einn aðaleigandi gamla Kaupþings.Fréttablaðið / valli
Forsvarsmenn Existu hafna því að félagið hafi veikt íslensku krónuna með því að taka stöðu gegn henni, eins og fulltrúar Landssambands íslenskra útvegsmanna hafa haldið fram.

Félagið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að áhætta félagsins hafi verið með krónunni, allir gjaldmiðilsskiptasamningar við bankana gegn krónunni hafi einungis verið eðlilegar gengisvarnir, sem sé „eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í ábyrgum rekstri fjármálafyrirtækis.“

„Exista hefur varið sitt eigið fé alveg frá byrjun árs 2007 og á síðasta ári voru engar breytingar gerðar á þeim samningum, það var frekar dregið úr vörnunum heldur en hitt,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Existu. „Það stenst ekki samkvæmt því að þessir varnir hafi haft áhrif á gengi krónunnar,“ segir hann.

Sigurður segir auðvelt að sýna fram á þetta með reikningum félagsins. Úr þeim megi lesa hver áhrif gengis eru á eigið fé þess.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði Exista á síðasta ári samninga gegn krónunni sem námu á annað hundrað milljarða króna. Sigurður segist ekki geta staðfest þá tölu. Ekki sé hægt að sundurgreina kröfur fyrirtækisins inn í bankana.

- sh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×