Erlent

Al Qaeda stóðu að baki sprengjutilraun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nígeríumaðurinn, Umar Farouk Abdul Mutallab.
Nígeríumaðurinn, Umar Farouk Abdul Mutallab.

Hryðjuverkasamtökin al Qaeda hafa lýst á hendur sér tilraun til þess að sprengja farþegavél Northwest-flugfélagsins í loft upp á jóladag í flugi milli Amsterdam og Detroit en nígerískur farþegi um borð í vélinni reyndi að sprengja sprengju sem hann hafði meðferðis en mistókst. Í yfirlýsingu al Qaeda segir að ætlunin hafi verið að hefna fyrir aðgerðir Bandaríkjahers í Yemen og hafi nýrri gerð af sprengju verið beitt sem hafi ekki sprungið vegna tæknilegra mistaka. Þá segir að Bandaríkjamenn megi búast við fleiri árásum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×