Viðskipti innlent

Skilanefnd Kaupþings stefnir Tchenguiz

Robert Tchenuiz
Robert Tchenuiz

Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt eignarhaldsfélagi í eigu Robert Tchenguiz vegna vangoldinnar yfirdráttarheimildar upp á rúma 107 milljarða íslenskra króna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fréttastofa hefur jafnframt fengið það staðfest að stefna gegn eignarhaldsfélaginu Oscatello Investments, sem er í eigu Robert Tchenguiz, hafi verið þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eignarhaldsfélagið er skráð á bresku Jómfrúareyjunum og hafði fengið yfirdráttarheimild upp á 107 milljarða íslenskra króna árið 2007.

Veðin fyrir yfirdrættinum voru hlutabréf í Exista og bresku keðjunni Sommerfield sem var seld í júlí í fyrra. Þá hefur Exista verið afskráð úr Kauphöllinni og virði bréfanna hrunið. Tchenguiz situr í stjórn Exista sem var stærsti eigandi Kaupþings.

Fréttastofa hefur áður flutt fréttir af mikilli lántöku félaga í eigu Robert Tchenguiz í Kaupþingi en svo virðist sem hann hafi átt greiðari aðgang en aðrir að lánsfjármagni í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri stefnur væntanlegar frá skilanefnd Kaupþings á skuldara gamla bankans sem ekki hafa staðið í skilum.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.