Viðskipti innlent

Skilanefnd Kaupþings stefnir Tchenguiz

Robert Tchenuiz
Robert Tchenuiz

Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt eignarhaldsfélagi í eigu Robert Tchenguiz vegna vangoldinnar yfirdráttarheimildar upp á rúma 107 milljarða íslenskra króna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fréttastofa hefur jafnframt fengið það staðfest að stefna gegn eignarhaldsfélaginu Oscatello Investments, sem er í eigu Robert Tchenguiz, hafi verið þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eignarhaldsfélagið er skráð á bresku Jómfrúareyjunum og hafði fengið yfirdráttarheimild upp á 107 milljarða íslenskra króna árið 2007.

Veðin fyrir yfirdrættinum voru hlutabréf í Exista og bresku keðjunni Sommerfield sem var seld í júlí í fyrra. Þá hefur Exista verið afskráð úr Kauphöllinni og virði bréfanna hrunið. Tchenguiz situr í stjórn Exista sem var stærsti eigandi Kaupþings.

Fréttastofa hefur áður flutt fréttir af mikilli lántöku félaga í eigu Robert Tchenguiz í Kaupþingi en svo virðist sem hann hafi átt greiðari aðgang en aðrir að lánsfjármagni í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri stefnur væntanlegar frá skilanefnd Kaupþings á skuldara gamla bankans sem ekki hafa staðið í skilum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.