Innlent

Sýna Hrafnkatli stuðning

Hrafnkell starfar sem íþróttafréttamaður á RÚV.
Hrafnkell starfar sem íþróttafréttamaður á RÚV. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
FH-ingar koma saman í Kaplakrika klukkan átta í kvöld til að sýna Hrafnkatli Kristjánssyni, íþróttafréttamanni á RÚV stuðning. Hann lenti í alvarlegu umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi á föstudag. Tveir létust í slysinu. Hrafnkatli er haldið sofandi í öndunarvél.

Á vefsíðu félagsins eru FH-ingar hvattir til að mæta í Kaplakrika. „Hann þarf á öllum okkar stuðningi og hlýjum hugsunum að halda í þessari baráttu,“ segir á vef félagsins.

Í Kaplakrika getur fólk fengið friðarkerti til að kveikja á og setja út á Kaplakrikavöll þar sem myndað verður ljósahaf vonar og samstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×