Erlent

The Clash endurútgefa gamlan smell

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Liðsmenn sveitarinnar í sjónvarpsviðtali í Frakklandi árið 1985.
Liðsmenn sveitarinnar í sjónvarpsviðtali í Frakklandi árið 1985.

Mick Jones og Nicky Headon úr hinni fornfrægu pönksveit The Clash hafa gefið út nýja útgáfu gamla slagarans Jail Guitar Doors frá 1978. Þetta gera þeir til styrktar föngum í Bretlandi og endurhæfingu þeirra innan múranna. Headon segist sjálfur minnast þess þegar hann sat inni á dögunum. Þá hafi fangelsispresturinn útvegað honum gítar sem hafi heldur betur bjargað geðheilsunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×