Erlent

Svíar hættir að selja gallabuxur frá Norður Kóreu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Kim Jong Il gengur aldrei í svörtu NOKO gallabuxunum opinberlega.
Kim Jong Il gengur aldrei í svörtu NOKO gallabuxunum opinberlega.

Sænski stórmarkaðurinn Pub hefur ákveðið að hætta sölu á norður-kóreskum gallabuxum þar sem stjórnendur óttuðust að flækjast inn í pólítísk þrætumál.

Sænski stórmarkaðurinn Pub var varla byrjaður að kynna gallabuxurnar, sem ganga undir nafninu NOKO, þegar stjórnendur hans ákváðu að taka buxurnar úr sölu í dag.

Forsvarsmenn markaðarins segjast hafa tekið buxurnar úr umferð vegna þess hún vildi ekki lenda á milli pólitískri orrahríð.

Buxurnar eru hannaðar af sænskum fatahönnuðum sem vildu með þessu rjúfa efnahagslega einangrun Norður Kóreu.

Buxurnar fást aðeins í svörtum lit en yfirvöld í Norður Kóreu vildu ekki láta framleiða bláar gallabuxur þar sem blátt þykir vísa of mikið til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×