Erlent

Kengúrusmyglari handtekinn

Ein af kengúrunum sem maðurinn reyndi að smygla.
Ein af kengúrunum sem maðurinn reyndi að smygla.

Indónesískur karlmaður var handtekinn á dögunum þegar hann reyndi að smygla tíu fágætum kengúrum frá eyjum sem tilheyrir Nýju Gíneu til Java í Indónesíu.

Þegar maðurinn var gripinn voru fimm kengúrur þegar dauðar. Ekki er ljóst af hvaða tegund kengúrurnar eru samkvæmt fréttavef BBC en þær lifa einnig villtar í Ástralíu.

Maðurinn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi og sekt upp á hundrað milljón rúpíur, sem eru ein og hálf milljón króna. Maðurinn neitar sök og heldur því fram að hann hafi keypt kengúrurnar löglega.

Kengúrunar sem lifðu var komið fyrir í dýrgarði þar sem hlúð er að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×