Enski boltinn

Gerrard ekki með gegn Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard á æfingu með Liverpool.
Steven Gerrard á æfingu með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool hefur staðfest að Steven Gerrard verði ekki með sínum mönnum gegn Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið.

Talsmaður Liverpool segir að Gerrard verði frá í að minnsta kosti viku í viðbót vegna nárameiðsla sinna.

Gerrard meiddist í fyrri leik Liverpool gegn Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar og missti í kjölfarið af síðari leiknum sem og leik gegn Blackburn.

Gerrard er tognaður á nára og mun halda áfram endurhæfingu sinni á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×