Erlent

Reyndi að kveikja í flugvél með flugeldum

Maðurinn sagðist vinna fyrir Al Kaída. Yfirvöldum þótti ólíklegt að hann væri einn af hryðjuverkamönnum Osama Bin Ladens.
Maðurinn sagðist vinna fyrir Al Kaída. Yfirvöldum þótti ólíklegt að hann væri einn af hryðjuverkamönnum Osama Bin Ladens.

Nígeríumaður var handtekinn um borð í flugvél Delta flugfélagsins í gærdag eftir að hann reyndi að kveikja í vélinni með nokkurskonar flugeldum.

Vélin var að koma frá Amsterdam á leið til Detroit í Bandaríkjunum. Maðurinn sagðist vinna eftir skipunum frá Al Kaída hryðjuverkasamtökunum. Um borð voru 278 farþegar og 11 áhafnarmeðlimir.

Farþegar um borð hafa lýst því að fyrst hafi þeir fundið reykjarlykt, séð neista og síðan séð eitthvað sem leit út eins og flugeldar springa. Einn farþeganna stökk strax á manninn og yfirbugaði hann.

Lögreglan telur ólíklegt að maðurinn hafi verið að hlýða skipunum frá Al kaída en Obama forseti mun hafa verið settur inn í málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×