Erlent

Umbótasinnar og öryggissveitir berjast í Íran

Mótmæli sem brutust út fyrr á árinu.
Mótmæli sem brutust út fyrr á árinu.

Íranskar öryggisveitir og aðgerðarsinnar í stjórnarandstöðu lentu í átökum í miðborg Teheran í dag samkvæmt BBC sem aftur hefur það eftir AFP. Átökin byrjuðu þegar 200-300 manns reyndu að koma saman á Enghelab-torginu í Teheran.

Mikil spenna hefur verið á milli öryggisveita í Íran og umbótasinnum eftir að klerkurinn Ayatollah Hoseyn Ali Montazeri lést í síðustu viku. Fyrst lenti öryggissveitum og umbótasinnum saman í jarðarförinni í heimaborg hans, Qom. Undanfarna daga hafa umbótasinnar og öryggissveitir einnig lent saman í tveimur öðrum borgum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×