Erlent

Líklega kosið í lok febrúar

Kosningum sem halda átti í Írak 16. janúar næstkomandi verður að líkindum frestað um 45 daga, til 27. febrúar.

Kjörnefnd landsins lagði til að kosningunum yrði frestað til að frambjóðendur fengju betri tíma til að aðlagast nýjum kosningareglum sem samþykktar voru nýverið. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að tillögur nefndarinnar um kjördag verði samþykktar.

Sérfræðingar óttast að breytingin verði til að seinka því að bandarísk stjórnvöld dragi herafla sinn frá landinu. Áformað hafði verið að hefja brottflutning þeirra 120 þúsund hermanna sem nú eru í Írak um miðjan mars. Þau áform gætu nú verið í uppnámi, en ekki hafði verið tilkynnt um frestun brottflutningsins í gær.- bj










Fleiri fréttir

Sjá meira


×