Handbolti

Kiel aftur á sigurbraut í þýska handboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Mynd/Bongarts/Getty Images

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel komust aftur á sigurbraut í þýska handboltanum í dag eftir 31-26 sigur á Grosswallstadt. Tvö önnur Íslendingalið unnu einnig leiki sína.

Aron Pálmarsson var ekki meðal markaskorara í sigri Kiel en Sverre Andre Jakobsson skoraði eitt mark fyrir gestina í Grosswallstadt.

Alexander Petersson var ekki meðal markaskorara í 31-24 sigri Flensburg á Hannover-Burgdorf og Hannes Jón Jónsson komst ekki heldur á blað hjá Hannover-Burgdorf.

Sturla Ásgeirsson og félagar í HSG Düsseldorf unnu 34-25 sigur á TSV Dormagen en Sturla komst ekki á blað í leiknum.

Gylfi Gylfason skoraði síðan þrjú mörk í naumu 26-27 tapi GWD Minden fyrir Magdeburg á útivelli. Ingimundur Ingimunarson komst ekki á blað hjá Minden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×