Erlent

Í átt að reglum um vopnasölu

Sameinuðu þjóðirnar stigu á föstudag skref í átt að því að setja reglur um alþjóðlega vopnasölu, þegar meirihluti þjóða samþykkti að reyna að semja slíkar reglur fyrir árið 2012.

Nítján þjóðir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, þar á meðal Kínverjar og Rússar, en 153 aðrar samþykktu þetta, þeirra á meðal Bandaríkjamenn.

Flestar þjóðanna sem hjá sátu ætla engu síður að taka þátt í viðræðum um reglurnar. Eitt ríki, Simbabve, kaus gegn áformunum.

Fyrrverandi forseti BNA, George W. Bush, hafði áður verið mótfallinn slíkum reglum. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×