Stuðningur við ungmenni 11. desember 2009 06:00 Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun