Stuðningur við ungmenni 11. desember 2009 06:00 Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun