Stuðningur við ungmenni 11. desember 2009 06:00 Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun