Stuðningur við ungmenni 11. desember 2009 06:00 Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun