Erlent

British Airways vann lögbannsmál gegn flugfreyjum

Óli Tynes skrifar
Þær fljúga um jólin.
Þær fljúga um jólin.

Flugfélagið British Airways vann lögbannsmál gegn flugfreyjum sínum sem höfðu boðað tólf daga verkfall frá tuttugasta og öðrum desember. Jafnframt var flugfreyjum bannað að áfrýja málinu til æðri dómstóls.

Dómarinn sagði að miklir vankantar hafi verið á atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Þar hafi greitt atkvæði fólk sem ekki var lengur í vinnu hjá British Airways.

Dómarinn sagði einnig að verkfallsboðun á þessum tíma ylli British Airways og almenningi meira tjóni en verkfall á næstum öllum öðrum dögum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×