Erlent

Hundur varð fjögurra ára dreng að bana

Fjögurra ára drengur í Liverpool í Bretlandi lést eftir að hundur ömmu hans réðst á hann og beit hann í gær. Drengurinn var í pössun hjá ömmunni og var úti í garði með hundinum, sem er af tegundinni American Bullmastiff, þegar hundurinn réðst á drenginn fyrirvaralaust. Þegar amman reyndi að skakka leikinn beit hundurinn hana í fótlegginn og víðar áður en hún náði að koma honum gegnum hlið og loka því. Sjúkraflutningamenn mættu fljótlega á staðinn en tókst ekki að bjarga lífi drengsins. Lögreglumenn komu svo á vettvang og lóguðu hundinum þegar.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×