Eyðilegging á miðbæ Akureyrar Hjörleifur Hallgrímsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut. Staðið hefur til hjá meirihlutanum að eyðileggja okkar fallega miðbæ og auðvitað í óþökk allflestra innfæddra Akureyringa. Kynntur hefur verið uppdráttur að skipulagi nýs miðbæjar, sem sýnir, ef af verður, að verði framin hryllileg mistök. Þessi nýi ætlaði miðbær samanstendur af mörgum 3ja og 5 hæða byggingum ásamt síki upp í miðjan miðbæ, sem ekki kemur til með að verða annað en drullupyttur. Svo á að byggja brú yfir og gera Glerárgötuna einbreiða en hún er aðalgatan í gegnum bæinn og er Þjóðvegur 1, þó að Vegagerðin sé ekki búin að samþykkja þessa vitleysu. Öll ásýnd miðbæjarins og Akureyrar mun stórlega skaðast og aðkoman t.d. frá sjónum eins og steinmúrar að sjá. Einnig myndu þessar byggingar byrgja allt útsýni fram á Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina, eins fallegt og það er á að líta. Við þurfum ekki fólk aðkomið til að eyðileggja okkar fallega bæ. Blessunarlega verða sveitarstjórnarkosningar eftir u.þ.b. eitt ár og verður þá hægt að kjósa sanna, innfædda Akureyringa til trúnaðarstarfa, fólk sem hefur virkilega sterkar tilfinningar til síns bæjar og hvernig honum er best farið. Þar sem skipulagsstjóri svarar ekki tölvupósti frá mér fékk ég upplýsingar annarsstaðar úr kerfinu er segja mér að vinna við skipulagsuppdráttinn muni nema tugum milljóna og á sama tíma er bæjarfélagið rekið með 5 milljarða kr. halla og kostnaður við svokallað menningarhús nálgast 4 milljarða kr. Þá hefur annað ævintýri litið dagsins ljós, sem sagt er að fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson hafi svikið í gegnum kerfið, svokallaðan vinargreiða, og menn spyrja hvort um atkvæði eða peninga í kosningasjóð hafi verið um að ræða. Þetta er bygging fyrir vaxtarrækt og hliðstæða starfsemi, sem nú hefur stöðvast vegna þess að sagt er að vanti fjármagn en byggingin komin í 700 milljónir og Landsbankinn á að hafa fjármagnað, en ævintýrið virðist ekki vera úti vegna dæmalauss klúðurs í sambandi við lóðarúthlutunina, sem aldrei hafi verið gengið frá. Húsið stendur á lóð sundlaugarinnar en þúsundir mótmælaundirskrifta voru hundsaðar sem og beiðni sundfélagsins Óðins um fullkomna innisundlaug og hefur svæðið þannig verið eyðilagt. Og þá má einnig minna á að meðan ausið er fjármunum í ýmis gæluverkefni þá eru á milli 50 og 60 götur á Akureyri af 300 mjög slæmar eða ónýtar. Rúsínan í pylsuendanum er e.t.v. sú að nýlega samþykkti meirihluti fyrir 8 milljónir kr. Þegar betur var að gáð af minnihlutanum kom í ljós að Akureyrarbær hafði greitt fyrir sömu eign þegar húsið var byggt. Hvað þetta á að fyrirstilla þegar ekki er einu sinni hægt að halda götunum í bænum í boðlegu ástandi er næsta óskiljanlegt. Svona er Akureyri í dag, öll lífsins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut. Staðið hefur til hjá meirihlutanum að eyðileggja okkar fallega miðbæ og auðvitað í óþökk allflestra innfæddra Akureyringa. Kynntur hefur verið uppdráttur að skipulagi nýs miðbæjar, sem sýnir, ef af verður, að verði framin hryllileg mistök. Þessi nýi ætlaði miðbær samanstendur af mörgum 3ja og 5 hæða byggingum ásamt síki upp í miðjan miðbæ, sem ekki kemur til með að verða annað en drullupyttur. Svo á að byggja brú yfir og gera Glerárgötuna einbreiða en hún er aðalgatan í gegnum bæinn og er Þjóðvegur 1, þó að Vegagerðin sé ekki búin að samþykkja þessa vitleysu. Öll ásýnd miðbæjarins og Akureyrar mun stórlega skaðast og aðkoman t.d. frá sjónum eins og steinmúrar að sjá. Einnig myndu þessar byggingar byrgja allt útsýni fram á Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina, eins fallegt og það er á að líta. Við þurfum ekki fólk aðkomið til að eyðileggja okkar fallega bæ. Blessunarlega verða sveitarstjórnarkosningar eftir u.þ.b. eitt ár og verður þá hægt að kjósa sanna, innfædda Akureyringa til trúnaðarstarfa, fólk sem hefur virkilega sterkar tilfinningar til síns bæjar og hvernig honum er best farið. Þar sem skipulagsstjóri svarar ekki tölvupósti frá mér fékk ég upplýsingar annarsstaðar úr kerfinu er segja mér að vinna við skipulagsuppdráttinn muni nema tugum milljóna og á sama tíma er bæjarfélagið rekið með 5 milljarða kr. halla og kostnaður við svokallað menningarhús nálgast 4 milljarða kr. Þá hefur annað ævintýri litið dagsins ljós, sem sagt er að fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson hafi svikið í gegnum kerfið, svokallaðan vinargreiða, og menn spyrja hvort um atkvæði eða peninga í kosningasjóð hafi verið um að ræða. Þetta er bygging fyrir vaxtarrækt og hliðstæða starfsemi, sem nú hefur stöðvast vegna þess að sagt er að vanti fjármagn en byggingin komin í 700 milljónir og Landsbankinn á að hafa fjármagnað, en ævintýrið virðist ekki vera úti vegna dæmalauss klúðurs í sambandi við lóðarúthlutunina, sem aldrei hafi verið gengið frá. Húsið stendur á lóð sundlaugarinnar en þúsundir mótmælaundirskrifta voru hundsaðar sem og beiðni sundfélagsins Óðins um fullkomna innisundlaug og hefur svæðið þannig verið eyðilagt. Og þá má einnig minna á að meðan ausið er fjármunum í ýmis gæluverkefni þá eru á milli 50 og 60 götur á Akureyri af 300 mjög slæmar eða ónýtar. Rúsínan í pylsuendanum er e.t.v. sú að nýlega samþykkti meirihluti fyrir 8 milljónir kr. Þegar betur var að gáð af minnihlutanum kom í ljós að Akureyrarbær hafði greitt fyrir sömu eign þegar húsið var byggt. Hvað þetta á að fyrirstilla þegar ekki er einu sinni hægt að halda götunum í bænum í boðlegu ástandi er næsta óskiljanlegt. Svona er Akureyri í dag, öll lífsins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar