Erlent

Clemmons talinn njóta aðstoðar vina

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögreglumenn búa sig undir að leita í húsi í Seattle.
Lögreglumenn búa sig undir að leita í húsi í Seattle. MYND/Getty Images

Maurice Clemmons, sem er á flótta undan lögreglu í Washington eftir að hafa skotið fjóra lögreglumenn til bana á veitingastað í fyrradag, er talinn njóta aðstoðar vina sinna við að fara huldu höfði. Clemmons er sjálfur særður eftir að einn lögreglumannanna fjögurra kom skoti á hann og leitar lögregla hans nú hús úr húsi í Seattle með aðstoð leitarhunda. Clemmons er talinn stórhættulegur og vel vopnum búinn en honum er mjög uppsigað við löggæsluaðila eftir að hafa eytt meirihluta ævi sinnar í fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×