Eykt og gegnsæið 1. desember 2009 06:00 Sigurfinnur Sigurjónsson skrifar um skipulagsmál Gunnar Valur Gíslason, forstjóri byggingarfélagsins Eyktar, skrifaði grein í Fréttablaðið laugardaginn 21. nóvember sl. þar sem hann fer yfir mikilvægi þess að útboðsferli í opnum útboðum séu gagnsæ og opin. Undirritaður er fullkomlega sammála Gunnari um mikilvægi þess að afgreiðsla mála eftir opnun útboða séu opin og gagnsæ. Þótt þetta eigi að sjálfsögðu við um öll opin útboð er þetta sérstaklega mikilvægt hjá sveitarfélögunum og öðrum opinberum aðilum sem höndla með opinbert fé. Það er óþolandi þegar verkkaupar í opnum útboðum ganga fram hjá lægstbjóðendum til að koma „sínum mönnum" að. Þetta virðast Eyktarmenn hafa fengið að reyna á eigin skinni á Akureyri nýlega, og varð þeim tilefni til skrifa. Gunnar Valur nefnir tvö nýleg dæmi þar sem Eykt átti hlut að máli. Annað þeirra er útboð Reykjavíkurborgar vegna framkvæmda á horni Lækjargötu og Austurstrætis, þar sem Gunnari þótti sjálfsagt og eðlilegt að samið yrði við Eykt ehf. Gunnar eyðir nánast hálfri grein sinni í að réttlæta afgreiðslu borgarinnar, þar sem hann segir lægstbjóðanda ekki hafa uppfyllt tvö atriði í skilyrðum útboðsgagna, þ.e. eigið fé ekki hærra en 30 milljónir og að lægstbjóðandi hafi ekki áður unnið verkefni af sömu stærðargráðu og umrætt verkefni. Þar fer Gunnar Valur einfaldlega með rangt mál. Það liggur algjörlega fyrir að lægstbjóðandi, Fonsi ehf., uppfyllir öll skilyrði sem gerð voru í útboðsgögnum. Að mati verkkaupa voru upplýsingarnar um eiginfjárstöðu of nýjar en fannst ekki taka því að biðja um upplýsingar um reynslu Fonsa ehf. í verkefni af sömu stærðargráðu heldur nýtti sér nokkurra mánaða gömul gögn sem send voru inn til borgarinnar af öðru tilefni. Fólk getur svo velt því fyrir sér, í ljósi þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu, hvort séu betri og áreiðanlegri upplýsingar, ársskýrsla fyrir árið 2008 eða 8 mánaða uppgjör ársins 2009. Eða var það kannski eitthvað annað sem þarna hafði áhrif? Skipti það kannski megin máli í þessu tilviki hver var næstlægstur? Fram hefur komið í fréttum að Eykt ehf. styrkti Framsóknarflokkinn í Reykjavík um 5 milljónir króna fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar sagði svo í sjónvarpsfréttum nýlega að „Eyktin hafi líka styrkt Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn um milljónir". Við aðstæður sem nú eru á byggingamarkaði, þar sem verktakar berjast um öll verkefni, stór og smá, kemur kannski ekkert á óvart að menn fari að krefja um „endurgreiðslu". Getur Fonsi ehf. eða aðrir verktakar sem ekki hafa greitt í kosningasjóði gert ráð fyrir að fá sanngjarna og eðlilega meðferð við slíkar aðstæður? Í ljósi þess að Gunnar Valur vill hafa hlutina „opna og gagnsæja" væri kannski eðlilegt að hann upplýsti okkur um hvaða stjórnmálaflokka og einstaklinga Eykt ehf. styrkti fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í hvaða sveitarstjórnum og um hve háar upphæðir. Þá væri líka fróðlegt fyrir mig, sem aldrei hef styrkt nokkurn stjórnmálamann eða flokk fjárhagslega, að fá að vita hvað menn hafa upp úr slíku. Hvernig fá menn greitt til baka? Varla setur nokkur aðili margar milljónir í slíkt og fær ekki neitt fyrir, eða hvað? Ég vil taka það fram að það hefur alls ekki verið ætlun mín að fara í karp við Eyktarmenn og lít á engan hátt á þá sem andstæðinga eða óvini, en tel mig hins vegar knúinn til að svara þessum skrifum Gunnars vegna þeirra röngu upplýsinga um fyrirtæki mitt sem hann heldur fram í grein sinni. Ég styð Eykt fullkomlega í máli þeirra gegn Akureyrarbæ, þar sem verkkaupi virðist hafa gengið fram hjá lægstbjóðanda til að koma öðrum verktaka að, kannski vegna þess að hann er heimamaður eða af öðrum ástæðum sem eru okkur hinum ókunnar. Að lokum tek ég undir það með Gunnari, að það er gríðarlega mikilvægt að í opnum útboðum séu verkferlar opnir og gagnsæir. En legg áherslu á það til viðbótar að þetta eigi við í öllum tilvikum. Það er hins vegar jafn mikilvægt að verktakar starfi á gagnsæjan og heiðarlegan hátt og „kaupi" sér ekki velvild verkkaupa. Höfundur er framkvæmdastjóri Fonsa ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Sigurfinnur Sigurjónsson skrifar um skipulagsmál Gunnar Valur Gíslason, forstjóri byggingarfélagsins Eyktar, skrifaði grein í Fréttablaðið laugardaginn 21. nóvember sl. þar sem hann fer yfir mikilvægi þess að útboðsferli í opnum útboðum séu gagnsæ og opin. Undirritaður er fullkomlega sammála Gunnari um mikilvægi þess að afgreiðsla mála eftir opnun útboða séu opin og gagnsæ. Þótt þetta eigi að sjálfsögðu við um öll opin útboð er þetta sérstaklega mikilvægt hjá sveitarfélögunum og öðrum opinberum aðilum sem höndla með opinbert fé. Það er óþolandi þegar verkkaupar í opnum útboðum ganga fram hjá lægstbjóðendum til að koma „sínum mönnum" að. Þetta virðast Eyktarmenn hafa fengið að reyna á eigin skinni á Akureyri nýlega, og varð þeim tilefni til skrifa. Gunnar Valur nefnir tvö nýleg dæmi þar sem Eykt átti hlut að máli. Annað þeirra er útboð Reykjavíkurborgar vegna framkvæmda á horni Lækjargötu og Austurstrætis, þar sem Gunnari þótti sjálfsagt og eðlilegt að samið yrði við Eykt ehf. Gunnar eyðir nánast hálfri grein sinni í að réttlæta afgreiðslu borgarinnar, þar sem hann segir lægstbjóðanda ekki hafa uppfyllt tvö atriði í skilyrðum útboðsgagna, þ.e. eigið fé ekki hærra en 30 milljónir og að lægstbjóðandi hafi ekki áður unnið verkefni af sömu stærðargráðu og umrætt verkefni. Þar fer Gunnar Valur einfaldlega með rangt mál. Það liggur algjörlega fyrir að lægstbjóðandi, Fonsi ehf., uppfyllir öll skilyrði sem gerð voru í útboðsgögnum. Að mati verkkaupa voru upplýsingarnar um eiginfjárstöðu of nýjar en fannst ekki taka því að biðja um upplýsingar um reynslu Fonsa ehf. í verkefni af sömu stærðargráðu heldur nýtti sér nokkurra mánaða gömul gögn sem send voru inn til borgarinnar af öðru tilefni. Fólk getur svo velt því fyrir sér, í ljósi þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu, hvort séu betri og áreiðanlegri upplýsingar, ársskýrsla fyrir árið 2008 eða 8 mánaða uppgjör ársins 2009. Eða var það kannski eitthvað annað sem þarna hafði áhrif? Skipti það kannski megin máli í þessu tilviki hver var næstlægstur? Fram hefur komið í fréttum að Eykt ehf. styrkti Framsóknarflokkinn í Reykjavík um 5 milljónir króna fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar sagði svo í sjónvarpsfréttum nýlega að „Eyktin hafi líka styrkt Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn um milljónir". Við aðstæður sem nú eru á byggingamarkaði, þar sem verktakar berjast um öll verkefni, stór og smá, kemur kannski ekkert á óvart að menn fari að krefja um „endurgreiðslu". Getur Fonsi ehf. eða aðrir verktakar sem ekki hafa greitt í kosningasjóði gert ráð fyrir að fá sanngjarna og eðlilega meðferð við slíkar aðstæður? Í ljósi þess að Gunnar Valur vill hafa hlutina „opna og gagnsæja" væri kannski eðlilegt að hann upplýsti okkur um hvaða stjórnmálaflokka og einstaklinga Eykt ehf. styrkti fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í hvaða sveitarstjórnum og um hve háar upphæðir. Þá væri líka fróðlegt fyrir mig, sem aldrei hef styrkt nokkurn stjórnmálamann eða flokk fjárhagslega, að fá að vita hvað menn hafa upp úr slíku. Hvernig fá menn greitt til baka? Varla setur nokkur aðili margar milljónir í slíkt og fær ekki neitt fyrir, eða hvað? Ég vil taka það fram að það hefur alls ekki verið ætlun mín að fara í karp við Eyktarmenn og lít á engan hátt á þá sem andstæðinga eða óvini, en tel mig hins vegar knúinn til að svara þessum skrifum Gunnars vegna þeirra röngu upplýsinga um fyrirtæki mitt sem hann heldur fram í grein sinni. Ég styð Eykt fullkomlega í máli þeirra gegn Akureyrarbæ, þar sem verkkaupi virðist hafa gengið fram hjá lægstbjóðanda til að koma öðrum verktaka að, kannski vegna þess að hann er heimamaður eða af öðrum ástæðum sem eru okkur hinum ókunnar. Að lokum tek ég undir það með Gunnari, að það er gríðarlega mikilvægt að í opnum útboðum séu verkferlar opnir og gagnsæir. En legg áherslu á það til viðbótar að þetta eigi við í öllum tilvikum. Það er hins vegar jafn mikilvægt að verktakar starfi á gagnsæjan og heiðarlegan hátt og „kaupi" sér ekki velvild verkkaupa. Höfundur er framkvæmdastjóri Fonsa ehf.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun