Erlent

Lissabon-sáttmálinn tekur gildi í dag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Herman van Rompuy hefur prýtt forsíður flestra evrópskra stórblaða undanfarið.
Herman van Rompuy hefur prýtt forsíður flestra evrópskra stórblaða undanfarið.

Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins tekur gildi í dag eftir að öll 27 aðildarríki sambandsins hafa undirritað hann. Sáttmálanum, sem er eins konar stjórnarskrá ESB, er ætlað að einfalda ákvarðanatökuferli sambandsins og veita því aukið vægi á alþjóðavettvangi. Gildistökunni verður fagnað í Lissabon í dag með veisluhöldum, flugeldasýningu og ávörpum ýmissa fyrirmanna Evrópusambandsins. Nýtt embætti forseta ESB verður til með sáttmálanum og tekur Belginn Herman van Rompuy formlega við því í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×