Erlent

Ruddust inn á heimili vopnaðir hríðskotariffli

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tveir grímuklæddir menn, vopnaðir hríðskotariffli, réðust með valdi inn á heimili í bænum Hillerød á Norður-Sjálandi. Hundur hjónanna, sem búa á heimilinu, fór að gelta út í garði og þegar maðurinn fór út til að sjá hverju sætti var hann sparkaður niður. Því næst bundu ræningjarnir hjónin og létu greipar sópa um íbúðina. Lögregla segir þó að þeir hafi ekki haft mikil verðmæti upp úr krafsinu og er þeirra nú leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×