Innlent

Vilja hópátak til að hætta að borga af lánum

Talsmaður neytenda vill að húsnæðislán verði færð niður með gerðardómi.
Talsmaður neytenda vill að húsnæðislán verði færð niður með gerðardómi.
Í grasrótinni eru menn að safna liði til að fara í hópátak um að hætta að borga af lánum sínum. Æ fleiri íhuga að fara í greiðsluverkfall, segir Þórður Björn Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Samtökin hvetja fólk hvorki né letja til að hætta að borga.

Það er sífellt meiri þungi að færast í umræðuna um að nauðsynlegt sé að leiðrétta húsnæðislán almennings. Bæði Hagsmunasamtök heimilanna og Húseigendafélagið hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hugmyndir talsmanns neytenda um að taka húsnæðislán fólks eignarnámi og færa þau niður með gerðardómi. Sú hugmynd hefur verið kynnt ráðherrum ríkisstjórnar. Hagsmunasamtök heimilanna hafa látið að sér kveða í þessari umræðu.

Formaður samtakanna segir þau ekki hafa tekið neina afstöðu með eða á móti þeirri aðgerð að fara í greiðsluverkfall, enda markmið samtakanna að koma í veg fyrir frekari upplausn - en ljóst sé að sá hópur stækki sem velti greiðsluverkfalli fyrir sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×