Íhuga að stefna Logos Ingimar Karl Helgason skrifar 14. október 2009 18:39 Róbert Wessmann og Björgólfur Thor íhuga að krefjast hundruð milljóna af Logos. Mynd/ Valgarður. AB Capital, fyrirtæki Róberts Wessmanns og Björgólfs Thors Björgólfssonar, íhugar að setja fram hundruð milljóna króna skaðabótakröfu á hendur lögmannsstofunni LOGOS, sem meðal annars sér um þrotabú Baugs. Þetta er vegna meints klúðurs við landakaup á Spáni 2005. Það var í miðju góðærinu, árið 2005 að útrásarvíkingarnir Björgólfur Thor Björgófsson og Róbert Wessmann, stofnuðu félag um landakaup á Spáni. Til stóð að gera þar mikla paradís fyrir ferðamenn, með golfvöllum og sundlaugum og fleiru og kostuðu herlegheitin átta milljarða á gengi þess tíma. Lögmannsstofan Logos var fengin til að annast áreiðanleikakönnun vegna landakaupanna. Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, félags Róberts, sem á meirihluta í AB Capital, staðfesti í samtali við fréttastofu að félagið íhugaði að höfða skaðabótamál gegn LOGOS vegna hundruð milljóna króna tjóns. Hann sagði það ekkert leyndarmál að það væri þeirra mat að áreiðanleikakönnunin hefði verið illa unnin af hálfu stofunnar. Forsvarsmenn Logos segja þetta gamla umræðu, sem þeir hafi talið að væri lokið. Þeir hafi ekki ástæðu til að ætla annað en að svo sé. Þegar lögmannstofan var ráðin til verksins var hún í sameign helstu eigenda, sem jafnframt þýðir að þeir báru sameiginlega persónulega ábyrgð á fjárreiðum lögmannastofunnar. Logos hefur séð um ýmis gjaldþrotamál, til að mynda er skiptastjóri Baugs hjá stofunni. Landakaupin hjá þeim útrásarfélögum á La Manga hafa verið hálfgerð sorgarsaga. Nú rúmum fjórum árum eftir kaupin hefur ekkert gerst. Helsta ástæðan fyrir því er sú að skömmu eftir að landakaupin gengu í gegn var nokkrum bæjarstjórum innan héraðsins Murcia sem La Manga tilheyrir stungið í steininn vegna mútumála auk þess sem hluti af landinu var friðlýstur af sjálfum spænska kónginum. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
AB Capital, fyrirtæki Róberts Wessmanns og Björgólfs Thors Björgólfssonar, íhugar að setja fram hundruð milljóna króna skaðabótakröfu á hendur lögmannsstofunni LOGOS, sem meðal annars sér um þrotabú Baugs. Þetta er vegna meints klúðurs við landakaup á Spáni 2005. Það var í miðju góðærinu, árið 2005 að útrásarvíkingarnir Björgólfur Thor Björgófsson og Róbert Wessmann, stofnuðu félag um landakaup á Spáni. Til stóð að gera þar mikla paradís fyrir ferðamenn, með golfvöllum og sundlaugum og fleiru og kostuðu herlegheitin átta milljarða á gengi þess tíma. Lögmannsstofan Logos var fengin til að annast áreiðanleikakönnun vegna landakaupanna. Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, félags Róberts, sem á meirihluta í AB Capital, staðfesti í samtali við fréttastofu að félagið íhugaði að höfða skaðabótamál gegn LOGOS vegna hundruð milljóna króna tjóns. Hann sagði það ekkert leyndarmál að það væri þeirra mat að áreiðanleikakönnunin hefði verið illa unnin af hálfu stofunnar. Forsvarsmenn Logos segja þetta gamla umræðu, sem þeir hafi talið að væri lokið. Þeir hafi ekki ástæðu til að ætla annað en að svo sé. Þegar lögmannstofan var ráðin til verksins var hún í sameign helstu eigenda, sem jafnframt þýðir að þeir báru sameiginlega persónulega ábyrgð á fjárreiðum lögmannastofunnar. Logos hefur séð um ýmis gjaldþrotamál, til að mynda er skiptastjóri Baugs hjá stofunni. Landakaupin hjá þeim útrásarfélögum á La Manga hafa verið hálfgerð sorgarsaga. Nú rúmum fjórum árum eftir kaupin hefur ekkert gerst. Helsta ástæðan fyrir því er sú að skömmu eftir að landakaupin gengu í gegn var nokkrum bæjarstjórum innan héraðsins Murcia sem La Manga tilheyrir stungið í steininn vegna mútumála auk þess sem hluti af landinu var friðlýstur af sjálfum spænska kónginum.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira