Össur ræðir um lán og ESB í New York 24. september 2009 04:00 Össur Skarphéðinsson Lánveitingar Norðurlandanna til Íslands voru til umræðu á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með norrænum og baltneskum starfsbræðrum sínum í New York í Bandaríkjunum í gær. Þeir eru þar vegna Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar stendur yfir. „Ég lagði áherslu á að frændþjóðir okkar leggðu allt af mörkum til að ljúka þessu og þeir sögðust myndu gera sitt allra besta í málinu og reyna að hraða því,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið. Nokkuð er um liðið síðan samið var við norrænu ríkin um sameiginlegar lánveitingar til Íslands upp á jafnvirði um 300 milljarða króna. Veiting lánanna hefur strandað á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands. Það mál ræddi Össur við Dominique Strauss-Kahn, forstjóra AGS, í fyrrakvöld. „Ég lagði áherslu á að Íslendingar vildu fá endurskoðunina afgreidda sem allra fyrst,“ sagði Össur. Viðbrögð Strauss-Kahn voru á þann veg að hann lýsti yfir skilningi á stöðunni og sagðist vonast til að sem fyrst yrði hægt að ryðja úr vegi hindrunum fyrir endurskoðuninni. Þetta er það eina sem Össur vill láta uppi um viðbrögð Strauss-Kahns. Á hinn bóginn sagði hann viðræður þeirra hafa verið hreinskiptar og gagnlegar. Þeir hafi rætt Icesave-málið í þaula og hann gert forstjóranum grein fyrir pólitískri stöðu þess á Íslandi. „Ég sagði honum jafnframt að það væri óviðunandi ef Icesave-málið hefði áhrif á afgreiðslu AGS. Sú deila kæmi sjóðnum ekki við.“ Össur situr fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál í dag og flytur ræðu á sjálfu allsherjarþinginu á laugardag. Í fyrradag sótti hann leiðtogafund um loftslagsbreytingar og tók þátt í hringborðsumræðum um hvernig tryggja megi hagvöxt í heiminum án þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda. Auk þessa á hann um tuttugu tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum og þjóðarleiðtogum meðan á þinginu stendur. Á þeim verður meðal annars rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Lánveitingar Norðurlandanna til Íslands voru til umræðu á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með norrænum og baltneskum starfsbræðrum sínum í New York í Bandaríkjunum í gær. Þeir eru þar vegna Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar stendur yfir. „Ég lagði áherslu á að frændþjóðir okkar leggðu allt af mörkum til að ljúka þessu og þeir sögðust myndu gera sitt allra besta í málinu og reyna að hraða því,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið. Nokkuð er um liðið síðan samið var við norrænu ríkin um sameiginlegar lánveitingar til Íslands upp á jafnvirði um 300 milljarða króna. Veiting lánanna hefur strandað á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands. Það mál ræddi Össur við Dominique Strauss-Kahn, forstjóra AGS, í fyrrakvöld. „Ég lagði áherslu á að Íslendingar vildu fá endurskoðunina afgreidda sem allra fyrst,“ sagði Össur. Viðbrögð Strauss-Kahn voru á þann veg að hann lýsti yfir skilningi á stöðunni og sagðist vonast til að sem fyrst yrði hægt að ryðja úr vegi hindrunum fyrir endurskoðuninni. Þetta er það eina sem Össur vill láta uppi um viðbrögð Strauss-Kahns. Á hinn bóginn sagði hann viðræður þeirra hafa verið hreinskiptar og gagnlegar. Þeir hafi rætt Icesave-málið í þaula og hann gert forstjóranum grein fyrir pólitískri stöðu þess á Íslandi. „Ég sagði honum jafnframt að það væri óviðunandi ef Icesave-málið hefði áhrif á afgreiðslu AGS. Sú deila kæmi sjóðnum ekki við.“ Össur situr fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál í dag og flytur ræðu á sjálfu allsherjarþinginu á laugardag. Í fyrradag sótti hann leiðtogafund um loftslagsbreytingar og tók þátt í hringborðsumræðum um hvernig tryggja megi hagvöxt í heiminum án þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda. Auk þessa á hann um tuttugu tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum og þjóðarleiðtogum meðan á þinginu stendur. Á þeim verður meðal annars rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira