Össur ræðir um lán og ESB í New York 24. september 2009 04:00 Össur Skarphéðinsson Lánveitingar Norðurlandanna til Íslands voru til umræðu á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með norrænum og baltneskum starfsbræðrum sínum í New York í Bandaríkjunum í gær. Þeir eru þar vegna Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar stendur yfir. „Ég lagði áherslu á að frændþjóðir okkar leggðu allt af mörkum til að ljúka þessu og þeir sögðust myndu gera sitt allra besta í málinu og reyna að hraða því,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið. Nokkuð er um liðið síðan samið var við norrænu ríkin um sameiginlegar lánveitingar til Íslands upp á jafnvirði um 300 milljarða króna. Veiting lánanna hefur strandað á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands. Það mál ræddi Össur við Dominique Strauss-Kahn, forstjóra AGS, í fyrrakvöld. „Ég lagði áherslu á að Íslendingar vildu fá endurskoðunina afgreidda sem allra fyrst,“ sagði Össur. Viðbrögð Strauss-Kahn voru á þann veg að hann lýsti yfir skilningi á stöðunni og sagðist vonast til að sem fyrst yrði hægt að ryðja úr vegi hindrunum fyrir endurskoðuninni. Þetta er það eina sem Össur vill láta uppi um viðbrögð Strauss-Kahns. Á hinn bóginn sagði hann viðræður þeirra hafa verið hreinskiptar og gagnlegar. Þeir hafi rætt Icesave-málið í þaula og hann gert forstjóranum grein fyrir pólitískri stöðu þess á Íslandi. „Ég sagði honum jafnframt að það væri óviðunandi ef Icesave-málið hefði áhrif á afgreiðslu AGS. Sú deila kæmi sjóðnum ekki við.“ Össur situr fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál í dag og flytur ræðu á sjálfu allsherjarþinginu á laugardag. Í fyrradag sótti hann leiðtogafund um loftslagsbreytingar og tók þátt í hringborðsumræðum um hvernig tryggja megi hagvöxt í heiminum án þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda. Auk þessa á hann um tuttugu tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum og þjóðarleiðtogum meðan á þinginu stendur. Á þeim verður meðal annars rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Lánveitingar Norðurlandanna til Íslands voru til umræðu á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með norrænum og baltneskum starfsbræðrum sínum í New York í Bandaríkjunum í gær. Þeir eru þar vegna Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar stendur yfir. „Ég lagði áherslu á að frændþjóðir okkar leggðu allt af mörkum til að ljúka þessu og þeir sögðust myndu gera sitt allra besta í málinu og reyna að hraða því,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið. Nokkuð er um liðið síðan samið var við norrænu ríkin um sameiginlegar lánveitingar til Íslands upp á jafnvirði um 300 milljarða króna. Veiting lánanna hefur strandað á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands. Það mál ræddi Össur við Dominique Strauss-Kahn, forstjóra AGS, í fyrrakvöld. „Ég lagði áherslu á að Íslendingar vildu fá endurskoðunina afgreidda sem allra fyrst,“ sagði Össur. Viðbrögð Strauss-Kahn voru á þann veg að hann lýsti yfir skilningi á stöðunni og sagðist vonast til að sem fyrst yrði hægt að ryðja úr vegi hindrunum fyrir endurskoðuninni. Þetta er það eina sem Össur vill láta uppi um viðbrögð Strauss-Kahns. Á hinn bóginn sagði hann viðræður þeirra hafa verið hreinskiptar og gagnlegar. Þeir hafi rætt Icesave-málið í þaula og hann gert forstjóranum grein fyrir pólitískri stöðu þess á Íslandi. „Ég sagði honum jafnframt að það væri óviðunandi ef Icesave-málið hefði áhrif á afgreiðslu AGS. Sú deila kæmi sjóðnum ekki við.“ Össur situr fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál í dag og flytur ræðu á sjálfu allsherjarþinginu á laugardag. Í fyrradag sótti hann leiðtogafund um loftslagsbreytingar og tók þátt í hringborðsumræðum um hvernig tryggja megi hagvöxt í heiminum án þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda. Auk þessa á hann um tuttugu tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum og þjóðarleiðtogum meðan á þinginu stendur. Á þeim verður meðal annars rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira