Innlent

Einar Skúlason: Vinstri grænir vilja ekki í gömlu Moggahöllina

Einar Skúlason var áður framkvæmdastjóri Alþjóðahússins.
Einar Skúlason var áður framkvæmdastjóri Alþjóðahússins.

Skrifstofustjóri Framsóknarflokksins, Einar Skúlason, segir Vinstri græna einnig eiga í herbergjakrísu líkt og þeir sjálfir í grein sem hann ritar á Pressuna.

Þar skrifar hann svarbréf vegna stóra herbergjamálsins en Framsókn hefur neitað að yfirgefa græna herbergið á Alþingi. Vinstri grænir eiga að fá það enda þeirra aðstaða orðin of lítil eftir velgengni síðustu kosninga.

Einar gagnrýnir Árna Þór Sigurðsson, þingmann Vinstri grænna, harðlega í pistlinum. En í viðtali við Morgunblaðið sagði Árni að það væri skoplegt að Framsóknarmenn gagnrýndu meirihlutann fyrir að ræða mál sem engu máli skiptu, síðan rífast þeir sjálfir vegna þingflokksherbergis.

Einar svarar þessu af fullum hálsi og heldur því fram að Vinstri grænir séu engu skárri. Þeir hafi í raun neitað að taka við vinnuaðstöðu í skrifstofuhúsi við Aðalstræti vegna hugmyndafræðilegrar afstöðu.

En húsið tilheyrði eitt sinn Morgunblaðinu og er stundum kallað Moggahöllin í daglegu tali.

Orðrétt skrifar Einar:

„Það kemur líka úr hörðustu átt að reyna að setja málið í pólitískt samhengi þar sem Vinstri græn hafa valdið töluverðu fjaðrafoki í þinginu að undanförnu þar sem þau neituðu að flytja í nýja skrifstofuaðstöðu fyrir alþingismenn í húsi við Aðalstræti. Og hvers vegna vildu þau ekki flytja? Jú, viðkomandi hús í Aðalstræti er þekkt sem Moggahöllin og af hugmyndafræðilegum og sögulegum ástæðum þá gátu þingmenn Vg ekki hugsað sér að hafa skrifstofur í húsinu."






Tengdar fréttir

Mörg mál brýnni en herbergjaskipan á Alþingi

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, undrast þá athygli sem herbergjaskipan á Alþingi hefur fengið að undanförnu. Hann telur mun brýnna að stjórnarflokkarnir ræði mál sem varði heimilin og fyrirtækin í landinu. Gunnar viðurkennir að herbergið er tilfinningalega tengt Framsóknarflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×