Haukar urðu deildarmeistarar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 17:31 Aron Kristjánsson, þjálfari deildarmeistara Hauka. Mynd/Daníel Haukar eru deildarmeistarar í N1-deild karla í handbolta eftir jafntefli við HK á heimavelli í dag. Haukar eru með 31 stig og Valur 29 en vegna innbyrðis viðureigna getur Valur ekki náð Haukum þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Leikur Hauka og HK endaði 27-27, Valur vann Akureyri 26-24, Fram vann FH 30-26 og Stjarnan vann Víking 28-32. Leikur Hauka og HK var kaflaskiptur til að byrja með. Haukar komust í 6-2 áður en HK vaknaði og skoraði sex mörk í röð. HK komst síðan í 15-11 en Haukar komust yfir í 17-16 áður en HK skoraði síðasta mark hálfleiksins. Staðan 17-17 í leikhléi. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en það var lítið skorað. Haukar voru tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir en HK náði að jafna. Haukar höfðu boltann þegar hálf mínúta var eftir, tóku leikhlé, og reyndu ekki einu sinni að skora, heldur létu tímann bara renna út. Þeir urðu þar með deildarmeistarar en Valur, sem vann Akureyri, er í öðru sæti. Sigurbergur Sveinsson skoraði átta mörk fyrir Hauka, Andri Stefan sjö og Kári Kristján Kristjánsson sex. Valdimar Fannar Þórsson skoraði níu mörk fyrir HK, Gunnar Steinn Jónsson fimm og Ragnar Hjaltested fjögur. Valsmenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á baráttuglöðum Akureyringum. Akureyri var 11-12 yfir í hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu, 13-17. Valur jafnaði þó leikinn sem var í járnum allt til enda. Akureyringar voru skrefinu á undan en Valsmenn náðu jafn harðan að jafna og komust yfir með marki úr víti þegar ein og hálf mínúta lifði af leiknum. Akureyri náði ekki að skora og Valsmenn tryggðu sér 26-24 sigur með síðasta markinu um leið og flautan gall. Valsmenn lenda í öðru sæti deildarinnar en Akureyringar eru komnir með bakið upp við vegg. Þeir fá Fram í heimsókn í lokaumferðinni um næstu helgi en Stjarnan mætir Haukum. Ef Stjarnan vinnur og Akureyri tapar hafa liðin sætaskipti og Akureyri þarf að fara í aukaleiki um laust sæti í deildinni þar sem Stjarnan vann Víking í dag. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina: 1. Haukar - 31 stig 2. Valur - 29 stig 3. HK - 23 stig 4. Fram - 23 stig 5. FH - 18 stig 6. Akureyri - 16 stig 7. Stjarnan - 15 stig 8. Víkingur - 5 stigLokaumferðin, sunnudaginn 5. apríl: Akureyri - Fram HK - Valur Stjarnan - Haukar FH - Víkingur Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Haukar eru deildarmeistarar í N1-deild karla í handbolta eftir jafntefli við HK á heimavelli í dag. Haukar eru með 31 stig og Valur 29 en vegna innbyrðis viðureigna getur Valur ekki náð Haukum þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Leikur Hauka og HK endaði 27-27, Valur vann Akureyri 26-24, Fram vann FH 30-26 og Stjarnan vann Víking 28-32. Leikur Hauka og HK var kaflaskiptur til að byrja með. Haukar komust í 6-2 áður en HK vaknaði og skoraði sex mörk í röð. HK komst síðan í 15-11 en Haukar komust yfir í 17-16 áður en HK skoraði síðasta mark hálfleiksins. Staðan 17-17 í leikhléi. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en það var lítið skorað. Haukar voru tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir en HK náði að jafna. Haukar höfðu boltann þegar hálf mínúta var eftir, tóku leikhlé, og reyndu ekki einu sinni að skora, heldur létu tímann bara renna út. Þeir urðu þar með deildarmeistarar en Valur, sem vann Akureyri, er í öðru sæti. Sigurbergur Sveinsson skoraði átta mörk fyrir Hauka, Andri Stefan sjö og Kári Kristján Kristjánsson sex. Valdimar Fannar Þórsson skoraði níu mörk fyrir HK, Gunnar Steinn Jónsson fimm og Ragnar Hjaltested fjögur. Valsmenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á baráttuglöðum Akureyringum. Akureyri var 11-12 yfir í hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu, 13-17. Valur jafnaði þó leikinn sem var í járnum allt til enda. Akureyringar voru skrefinu á undan en Valsmenn náðu jafn harðan að jafna og komust yfir með marki úr víti þegar ein og hálf mínúta lifði af leiknum. Akureyri náði ekki að skora og Valsmenn tryggðu sér 26-24 sigur með síðasta markinu um leið og flautan gall. Valsmenn lenda í öðru sæti deildarinnar en Akureyringar eru komnir með bakið upp við vegg. Þeir fá Fram í heimsókn í lokaumferðinni um næstu helgi en Stjarnan mætir Haukum. Ef Stjarnan vinnur og Akureyri tapar hafa liðin sætaskipti og Akureyri þarf að fara í aukaleiki um laust sæti í deildinni þar sem Stjarnan vann Víking í dag. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina: 1. Haukar - 31 stig 2. Valur - 29 stig 3. HK - 23 stig 4. Fram - 23 stig 5. FH - 18 stig 6. Akureyri - 16 stig 7. Stjarnan - 15 stig 8. Víkingur - 5 stigLokaumferðin, sunnudaginn 5. apríl: Akureyri - Fram HK - Valur Stjarnan - Haukar FH - Víkingur
Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira